Hrunið - kvikmynd um fall Íslands : og burt með spillingarliðið!

Ég er að ljúka við gerð handrits sem ég vonast til að geta kvikmyndað í sumar. Mundin Undir Svörtum Sandi verður lauslega byggða á næstum því samnefndri stuttmynd. Þar sem þessi skrif eru að klárast, væri gaman að finna sér nýtt viðfangsefni.

Mér var að detta í hug að gera myndina Hrunið. Kannski að titillinn breytist eftir því sem sagan þróast. Myndin ætti að fjalla um íslenskan raunveruleika í kjölfar bankahrunsins. Hér er hugmynd.

Pabbi rekur lítið fyrirtæki og mamma er kennari. Skuldir fyrirtækisins verða óyfirstíganlegar og það fer á hausinn. Húsið og bílarnir missa verðgildi sitt meðan lánin rjúka upp. Mamma reynir að halda heimilinu gangandi, en það gengur illa á kennaralaununum. Pabbi reynir að sinna heimilisverkum þegar hann er ekki að leita sér að vinnu, en finnur út að hann er alveg hand ónýt húsmóðir. Þetta ástand hefur auðvitað hrikalegar afleiðingar. Táningarnir tveir skilja ekki hvers vegna þau geta ekki haldið áfram að eyða peningum og þar kemur enn ein togstreytan.

Pabbi var víst ekki alveg þar sem hann var séður. Fljótlega fer síminn að hringja og miður skemmtilegir menn fara að láta sjá sig. Þegar jeppinn fuðrar upp í innkeyrslunni, fer allt endanlega í hundana. Kannski að unglingarnir finni á sér nýja hlið og berjist við vondu kallana.

Ég get svo sem hóstað þessu upp, en það væri alveg ofboðslega skemmtilegt ef þetta yrði samvinnuverkefni. Ef fólk gerði athugasemdir, kæmi með persónur og atburði. Það væri gaman að sjá hvort hægt væri að þróa handritið hér á blogginu. Það sem ég skrifa hér að ofan er bara hugmynd. Handritið gæti þróast í allt aðra átt.

Látið endilega vita hvað ykkur finnst og sjáum hvort við getum gert kvikmynd allra landsmanna! 


Er hálfur sannleikur betri en enginn?

Auðvitað bera stjórnvöld ábyrgð á ástandinu, en aðeins að hluta. Sofandaháttur og pólitík stjórnvalda, bankarnir og lánasukk almennings kom okkur í þessa stöðu. Stjórnvöld verða að gera sitt besta til að koma okkur út úr þessu, en við berum öll ábyrgð og verðum öll að leggja okkar á skálarnar. Þá á ég ekki síst við fyrirtækin í landinu, sem mörg virðast frekar reyna að græða á ástandinu, en að hjálpa til.

Orkufrek stóriðja er alls ekki lausnin. Virkjanir kalla á enn meiri erlenda skuldsetningu, sem er það síðasta sem við þurfum. Það skapast fá störf miðað við kostnað og framkvæmdir sem fara ekki af stað fyrr en eftir 2-3 ár í fyrsta lagi munu ekki laga neitt, því við þurfum aðgerðir sem virka strax. Það eina sem getur komið í veg fyrir atvinnuleysi er ef hlúið er að sprotafyrirtækjum og öðrum sem þegar eru á markaðnum og ef ríki og sveitarfélög fara út í mannfrekar aðgerðir, svo sem vegagerð, viðhald á opinberum byggingum og öðru sem ekki hefur verið tími eða peningur fyrir.

Það síðasta sem við þurfum eru frekari erlend lán. 


mbl.is Segir stjórnvöld ábyrg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. nóvember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband