Ég er alls ekki sannfærður um það heldur ... burt með spillingarliðið

Valgerður var einn aðal drifkrafturinn bak við einkavæðingu bankanna, aðgerðina sem er að setja íslendinga á hausinn. Valgerður var með stóriðju á heilanum og er sjálfsagt enn. Ég er alls ekki sannfærður um að þingmaður sem gerði svo hrikaleg mistök og trúir að enn frekari erlend lán og rányrkja muni redda málunum, sé hæfur formaður stjórnmálaflokks.

Mér er slétt sama hvort Framsókn lifi eða lognist út af, en vilji framsóknarfólk halda einhverju lífi í flokknum er þeim fyrir bestu að leyfa einhverjum öðrum að komast að.


mbl.is Valgerður óviss um formannsslag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Misskilningurinn sem kostaði Lennon lífið

John sagði einhvern tíma að Bítlanir væru vinsælli en Jésú. Hann hafði sennilega rétt fyrir sér, en fólk hefur svo gaman af því að misskilja hluti sem því líkar ekki. Sagt var að hann hefði haldið því fram að þeir væru betri eða merkilegri. Tóm þvæla en hann varð samt að biðjast fyrirgefningar opinberlega. Það gerði hann og notaði tækifærið til að útskýra hvað hann hafði átt við.

14 árum síðar var hann myrtur af aðdáanda sem hafði mislíkað það sem hann misskildi.

Það er greinilegt af frétt MBL að Vatikanið, eða Heilagi Sjórinn eins og það er stundum kallað, er enn ekki búið að fatta hvað Lennon var að segja, því það fyrirgefur honum það sem fólk hélt að það hefði heyrt. 


mbl.is Páfagarður „fyrirgefur" Lennon
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. nóvember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband