Nýja Ísland

Eins og dómsmálaráðherra segir, verðum við að byrja upp á nýtt. Við verðum að berjast fyrir frelsi okkar og sjálfstæði, bæði pólitísku og efnahagslegu. Það er fyrir öllu að við föllum ekki í sömu gryfjuna, að við segjum skilið við flokkapólitík í rikisfyrirtækjum, spillingu í kerfinu og óhemda veraldarhyggju. Auðvitað er gott að njóta lífsins, en kapp er best með forsjá eins og við höfum verið minnt all harkalega á.

Til að Ísland verði sem best, til að þjóðfélagið verði það sem við viljum hafa það, verðum við öll að standa saman. Við verðum öll að leggja okkar af hendi. Þá á ég ekki bara við vinnu, heldur verðum við öll að koma með hugmyndir. Hvenig þjóðfélag viljum við byggja?

Ég setti upp síðuna Nýja Ísland svo við getum öll lagt okkar að mörkum. Þar getum við öll sagt hvað við viljum, komið með hugmyndir að nýju samfélagi og gert athugasemdir við það sem okkur þykir miður fara. Það er um að gera að sem flestir skrái sig og taki þátt. Hver veit, ef við erum nógu mörg, hlusta ráðamenn kannski á okkur. Þeir gætu jafnvel tekið þátt í umræðunni ef vel gengur.

Vonandi sé ég sem flesta á NyjaIsland.is 


mbl.is Ný sjálfstæðisbarátta óhjákvæmileg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt í góðu...

Ég er jafn pirraður út í breta og hver annar, en skiptir þetta einhverju máli? Það er ólíklegt að RAF geri loftárásir á Ísland, þótt bretinn brúni sé skapstyggur. Það er líka ólíklegt að RAF geri ekki sitt besta, verði landinu ógnað. Þar fyrir utan er hættan á ógn lítil. Rússar eru bestu vinir íslendinga og kanadamenn hafa verið vinveittir hingað til. Noregur hefur sennilega ekki áhuga á að yfirtaka Ísland því þá þyrftu þeir að yfirtaka skuldirnar með. Þetta er því dautt mál og það myndi ekki hjálpa neinum að gera pólitískt óveður úr því.

Annað mál á dagskrá. Mér finnst að íslendingar verði að hafa einn stað þar sem hugmyndir og athugasemdir við stjórnun þjóðarinnar koma fram. Við getum öll bloggað, en það fá ekki allir 1000 gesti á dag. Komi einhver með frábæra hugmynd en fimm manns lesa hana, dettur hún dauð niður. Ég hef því sett upp síðuna www.NyjaIsland.is þar sem allir geta skráð sig og tjáð sig. Ef við byggjum upp sterkt og lifandi samfélag, getum við haft áhrif. Hver veit, kannski fara þingmenn að venja komur sínar til okkar? Það er möguleiki, en aðeins ef við búum til virkt og málefnanlegt samfélag.

Sjáumst á www.NyjaIsland.is 


mbl.is Bretar sjá um varnirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. október 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband