Rothöggið í undirbúningi?

Hér í Hollandi er auðvitað talað allt öðruvísi um bankavesenið á Íslandi. Íslendingar eru málaðir sem fjárglæframenn. Það er ekki gert upp á milli bankamanna, stjórnmálamanna og húsmæðra. Áróðursstríðið er enn í fullum gangi, þótt samið hafi verið um Icesave. Ísland er daglega í fréttum og þær eru litaðar, okkur í óhag.

Í annari frétt á MBL er talað um að austurrískir bankar hafi fjárfest þrjá milljarða í íslensku bönkunum. Munum við þurfa að koma til móts við þá? Lögmannastofa í Amsterdam er að undirbúa málssókn á hendur íslenska ríkinu. Fólk sem átti 100.000 evrur eða meira á Icesave reikningum er hvatt til að hafa samband við lögfræðistofu Wiersma Van Campen Vos (“WVCV”). Því fleiri sem gefa sig fram, því sterkari verður málssóknin, segja þeir. Þetta er auðvitað í blöðunum hér, svo það má búast við að margir flykki sér á bak við WVCV. Ég vona að íslensk stjórnvöld viti af þessu og séu tryggð lagalega gegn kröfu sem gæti þýtt rothöggið endanlega. Það þarf ekki að margfalda 100.000 evrur (15 milljónir) oft til að fá út tölu sem við munum svelgjast á.

Mig langar að þýða frétt sem var á forsíðu De Telegraaf, mest lesna dagblaði Hollands í gær. Þar er talað um samningana sem íslendingar og hollendingar gerðu. Greinin er svo bjánalega skrifuð og full að þjóðernisrembu að ég hló og grét þegar ég las hana. Ég var ekki viss hvort væri meira viðeigandi. Svona er verið að tala um okkur á forsíðum erlendra blaða. Þess má geta að Wouter Bos hefur aldrei verið vinsælli en nú.

ÍSLAND BER ÁBYRGÐ ÞRÁTT FYRIR ALLT

Hollensku ríkisstjórninni hefur tekist að fá Ísland til að viðurkenna ábyrgð á fyrstu 20.000 evrum hollendinga sem áttu reikninga hjá íslenska bankanum Icesave.

Það sagði Wouter Bos, fjármálaráðherra, í Washington í gær (11.10): "Íslendingarnir hafa skrifað undir samninga þess efnis að þeir ábyrgist þetta fé og muni endurgreiða. Við munum hjálpa þeim með því að lána þessa upphæð, en á endanum koma þessir peningar frá Íslandi"

Aðhlátursefni.

Viðræðurnar voru erfiðar til að byrja með, þangað til Bos bauð fram hjálp hollenska ríkisins. "Á Íslandi skilur fólk líka að standi það ekki við skuldbindingar, verður landið aðhlátursefni í alþjóða fjármálaheiminum".


mbl.is Ástandið verra en þjóðargjaldþrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. október 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband