Nýtt myndband við nýja tónlist með nýjum litum og stöfum

Fyrirsögnin segir allt. Þá er ekkert annað að gera en endurtaka sig.

Guy Fletcher sendi mér nýja útgáfu af Black Sand Theme, lokalaginu af nýja diskinum hans. Ég setti það inn í myndina, en þar sem ég var að fikta hvort eð var, fór ég að fikta meira. Ég lék mér með liti og gerði myndina eitthvað dramatískari með því að breyta þeim. Svo var ég ekki sáttur við stafagerðina og breytti henni. Að lokum gerði ég trailer, sýnishorn, myndband, eitthvað við nýju tónlistina. Gæðin eru auðvitað frekar hallærisleg, enda er þetta tekið að youTube. Þetta gefur þó hugmynd um hvernig hlutirnir líta út í endanlegu útgáfunni.

Svo er um að gera að fylgjast með blogginu í vikunni. Ég mun henda inn reikningsnúmeri fyrir 61% lesenda sem vilja borga en ekki með korti. Kannski að ég setji líka myndbandið að neðan á netið í HD gæðum. Hver veit?

Þar sem myndin er tilbúin, sænski textinn kominn í hús og Svarts Sands Þemað tilbúið og myndin tilbúin fyrir DVD, en líka meira en líklegt að diskarnir fari í póst í vikunni.

Takk fyrir að fylgjast með!

 


Bloggfærslur 19. janúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband