16.1.2008 | 21:38
Getur það verið?
Ég er ekkert hissa. Mér hefur sjálfum verið meinilla við þá frá því ég man eftir mér. Amma Mats (barnsins vor) keypti risastóran trúð handa honum en varð að skila honur, selja, gefa... allavega koma honum í burtu. Mamma Mats var ekki á því að kvikyndið kæmi hér inn fyrir dyr.
Trúðar eru líka oftast sýndir sem illir og kvikyndislegir eða sem misheppnaðir karlar i kvikmyndum. Frægustu trúðarnir eru sennilega Krusty úr Simpsons, the It úr bók og mynd eftir Stephen King og Ronald McDonald, sem ég hafði aldrei gaman af.
Svo klæddi David Bowie sig upp sem trúð á plötunni Scary Monsters (and Super Creeps). Nafnið segir allt.
Það verður þó að gefa þeim að í sirkus, þar sem þeir eiga heima, eru þeir ekki svo slæmir. Trúður þarf að kunna allt. Ég held að besta fimleikafólk í heimi séu trúðar. En út fyrir sirkusinn eiga þeir ekkert erindi.
---
Það er svo af myndinni að frétta að ég verð kominn með íslenskan bankareikning á næstu dögum. Ég er búinn að fá nýju útgáfuna af Black Sand Theme. Hún sómir sér vel í myndinni. Þar sem ég var að fikta hvort eð er, fór ég í að laga til litina. Ég held að þó ég hafi ekkert klippt, verði þetta allt önnur mynd. Þetta var dropinn, neistinn "the something" sem hún þurfti. Hún ætti að vera tilbúin í vikunni. Ég vonast til að geta sett diskana í póst í næstu viku.
![]() |
Börn eru hrædd við trúða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 21:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)