21.9.2007 | 20:24
Ég fell niður á hné...
...og kyssi eigendur Skálmholtshrauns a rassinn.
Spurning hvort þau séu listamenn sem búa í 101 Reykjavík. Hér er ég að vitna í sálgreiningu á mér sem má lesa hér á blogginu hans Ómars. Athugasemd 22 er sálgreiningin. Nokkuð skemmtileg lesning.
![]() |
Eigendur jarðar í Flóahreppi slíta viðræðum við Landsvirkjun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.9.2007 | 10:07
Hestar og aðrir fylgifiskar vændis.
Nú er aldeilis að setja drusluna í fimmta og gefa í. Þannig er mál með vexti að ég er að undirbúa handrit að íslenskri kvikmynd sem gerist að stórum hluta í Amsterdam, þ.á.m. rauða hverfinu. Ég mun svo sem ekkert sjá eftir hverfinu og því sem þar fer fram, en ég vona af eintómri eiginhagsmunasemi að það verði mikið til óbreytt fram á vor.
Annars er það að segja af frjálsræðinu hér í Hollandi að það virkar sem eins konar kúaskítur, dregur brúnu flugurnar að sér. Hér er allt fullt af hollenskum og erlendum dópistum sem sækja í ódýrt efni. Að reykja gras er næstum því eins sjálfsagt mál og að reykja sígarettur. Þó að hörðu efnin séu ólögleg virðist kerfið vera umburðarlyndara en annars staðar. Það sést á þjóðverjunum og frökkunum sem koma hingað til að ná í nammið. Það er líka vitað að Holland, og þá sérstaklega Rotterdam, er miðpunktur dreifingar eiturlyfja í Evrópu.
Annar fylgifiskur þessarar menningar er að mikið er um klíkur og það er oft í fréttum að gengið hafi verið frá þessum eða hinum meðlim einhverrar klíkunnar. Oft eru þetta "drive-by-shootings" þar sem tveir menn á skellinöðru skjóta á hinn óæskilega. Fólk kippir sér ekki upp við þetta því þeir eru yfirleitt að ganga frá hverjum öðrum og láta óbreytta borgara að mestu leyti í friði. Til að gefa hugmynd um hvað þetta er nálægt manni, þá var ég í heimsókn í Den Bosch fyrir 2-3 árum og þetta gerðist úti á horni við skindibitastað sem þar er. Þegar við fórum heim, seint um kvöldið, var gatan full af löggum og gulur borði í kring um veitingastaðinn.
Algert bann er kannski ekki lausnin, þar sem allt þetta færi einfaldlega undir yfirborðið. Vændi er skattlagt hér og þar af leiðandi er tiltölulega auðvelt að fylgjast með því, en einhver hluti þess er þú ekki sjáanlegur, sérstaklega þegar ólöglegir innflytjendur eða fólk undir lögaldri á í hlut. Það er lítið mál að ná sér í ungar stelpur frá Úkraínu, þó þær séu að sjálfsögðu ekki til sýnis útí glugga. Svo er það klámið. Ég held það hafi verið í fyrra sem lögreglan réðst inn í vöruskemmu þar sem verið var að taka upp klámmynd með austur evrópskri stelpu og dýri. Gott ef það var ekki hestur, þó ég þori ekki að fara með það.
Spurningin er því, yrði vandamálið stærra með því að gera vændi og eiturlyf ólögleg, eða myndi það koma í veg fyrir eitthvað af þessum fylgifiskum? Þetta er erfið spurning og ég vona að Job Cohen og félagar taki rétt á þessu, frekar en að nota þetta í atkvæðaveiðar.
![]() |
Rauða hverfinu í Amsterdam breytt í verslanir og íbúðir? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)