12.9.2007 | 21:46
Gott að hafa í huga...
...þegar menn skoða framtíðarplön um virkjanir og orkusölu. Ég rakst á þetta á vefnum:
"It's no secret anymore that for every nine barrels of oil we consume, we are only discovering one."
-The BP Statistical Review of World Energy
Orka er gjaldmiðill 21. aldarinnar. Þetta hefur komið fram áður, en það er eins og fólk sé ekki að skilja það. segjum að við seljum kílóvattið á tíkall (þetta er ekki raunverulegt verð) til einhvers álrisans eða annarar stóriðju. Allt í lagi með það, því við erum að selja einhver teravött og þetta er þónokkur peningur. Segjum svo að olíuverð haldi áfram að hækka, sem er næstum óhjákvæmilegt. Árið 2012 er olían orðin svo dýr að heimurinn grátbiður um nýja orkugjafa. Það tekst ekki að fullnægja þörf, svo að orka í hvaða mynd sem er rýkur upp í verði. Nú er okkur boðnar 100 krónur á kílóvattið, en við verðum að hafna boðinu því orkan er frátekin, eða hreinlega ekki okkar, og er að seljast á tíkall.
Margir sem eru á móti virkjunum eru það ekki endilega á hvaða forsendum sem er, heldur vegna þess að hægt verður að fá mikið meira fyrir orkuna innan fárra ára.
Forsenda þess að geta notið hinnar komandi orkukreppu er að eiga okkar auðlindir sjálf. Ef stjórnvöld kluðra þessu eru þau annað hvort spillt eða vanhæf.
![]() |
Vilja fund vegna frétta af Geysi Green Energy |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.9.2007 | 14:17
Ísland, græna Ísland...
...eða var það brúnt? Ekkert íslenskt sveitarfélag er tilnefnt til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs. Ég er viss um að mörgum útlendingum kæmi það á óvart að ekki sé minnst á hið vistvæna, náttúrufagra Ísland sem er brautryðjandi í vetnisrannsóknum. Landið sem hefur meira en nóg að náttúrulegri, mengunarlausri og endurnýjanlegri orku.
Svona er Ísland, en ekki íslendingar. Þeir keyra um á risajeppum, kynda húsin sín allan ársins hring hvort sem það er nauðsynlegt eða ekki, þeir endurvinna sáralítinn hluta sorpsins. Það er þó hjægilegt þegar stjórnvöld og sveitarfélögin eru skoðuð. Þau eru öll úti í vegarkantinum, lyftandi pilsinu upp fyrir hné, vonandi til þess að einhver útlendingurinn drekki þeim í auðævum sínum. Skítt meðþað sem fórnað er fyrir auðinn...
Ísland skrifaði undir Kyoto samninginn og skuldbatt sig þannig til að halda mengun í skefjum. Nú bíða menn spenntir eftir að hann renni út, eða hreinlega hundsa hann svo hægt sé að byggja verksmiðjur, álver og olíuhreinsunarstöðvar svo skríllinn geti unnið fyrir lagmarkslaun.
Hver þarf svo sem á einhverjum verðlaunum að halda. Útlendingarnir með peningana eru miklu meira spennandi.
![]() |
Ekkert íslenskt sveitarfélag tilnefnt til umhverfisverðlauna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |