Verkefni með Rick Treffers

Rick TreffersDagurinn í dag verður spennandi. Þetta er fyrsti upptökudagur af þremur sem ég vinn með Rick Treffers. Hann er hollendingur og er að gefa út geisladisk í október. Eins og lög gera ráð fyrir verður farið í hljómleikaferðalag til að vekja athygli á afurðinni.

Hann hefur verið að í rúm tíu ár, mest með hljómsveitinni Mist. Þetta verður hins vegar sólódiskur. 

Hann hafði samband við mig fyrir einhverjum vikum síðan og bað mig að hanna video hlutann. Ég notast við ljósmyndir sem voru teknar fyrir bæklinginn. Hugmyndin er að gæða þær lífi og nota þær sem bakgrunn meðar hann spilar. Í dag förum við sem sagt í upptökur.

Það verður spennandi að sjá hvað kemur út úr þessu. Læt vita. 


Bloggfærslur 24. ágúst 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband