Ekki huxa svona mikið!

Ég skreif færslu nýlega um fimm milljóna myndir. Þetta var hugdetta og ég ákvað að skrifa hana niður áður en hún færi leið flestra minna hugmynda... hver sem sú leið er.  Ég var búinn að skrifa þetta og hélt að þar með væri málinu lokið, en svo var ekki. Ekki af minni hálfu að minnsta kosti. Nú er þetta að verða einhver árátta sem mun ekki láta mig í friði fyrr en hún hefur sannfærst um að ég muni ekki gera neitt í málinu.

En er þetta ekki bara málið, búa til kvikmynd í fullri lengd með aðstoð Egils, SS, ISAL eða hvers sem vill láta merki sitt sjást. Fá litlar fimm millur sem engan munar um, gera góða kvikmynd, henda henni á DVD og gefa hann svo. Ekki selja ódýrt, ekki láta borga burðargjald. Nei, gefa diskinn og biðja um ekkert í staðinn.

Damn, mig langar að gera þetta. Mig langar eiginlega meira að gera þetta svona en fá mynd eftir mig sýnda í bíó.

Þetta mun sennilega ganga yfir. 


Bloggfærslur 18. ágúst 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband