Criterion

Spines_ShortMovies

Fyrir nokkru síðan fékk ég þá flugu í höfuðið að íslenskar myndir þyrfti að varðveita. Það er þekkt mál að filma skemmist með tímanum, svo ekki er upphaflega formið gott til geymslu. Svo finnst mér líka að list sé lítils virði fái fólk ekki að njóta hennar.

366_box_128x180Eitt besta átak sem ég veit um er Criterion safnið. Merkilegum myndum er safnað saman, þær hreinsaðar og lagfærðar eins vel og nútímatækni leyfir. Myndin er svo sett á high-definition stafrænt form til geymslu. Að lokum er myndin svo gefin út á DVD í betri gæðum en áður hafa sést og með miklu aukaefni. Það skemmtilega við Criterion safnið er að um er að ræða myndir allstaðar að úr heiminum, hvort sem það er Hollywood, Bollywood, Japan eða Svíþjóð. Það minnst skemmtilega er að það sem þetta er bandarískt átak, eru myndirnar einungis fáanlegar á Region 1 NTSC diskum.

Ég fékk sem sagt þessa hugmynd. Hvernið væri að skanna inn bestu eða merkilegustu íslensku kvikmyndirnar, sjá til þess að þær varðveitist og gefa út á diskum sem eru þeim sæmandi.  Þetta þyrftu ekki bara að vera kvikmyndir, heldur mætti gefa út stuttmyndasöfn og fleira.

En ég á engan pening, svo það þarf einhver annar að taka þetta að sér. 


mbl.is Kvikmyndafortíðin varðveitt til framtíðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. desember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband