Gleðileg Jól til allra!

Það er leiðinlegt að lesa um hve margir þurfa á hjálp að halda um jólin, en jafnframt gott að vita til þess að til er nóg af fólki sem vill hjálpa. Ég ætlaði að segja að það sé fórn að eyða jólunum í að sjá um aðra, langt frá ættingjum, en sennilega er það ekki rétt. Að hjálpa til hjá Hjálpræðishernum og öðrum er sennilega það mest gefandi sem hægt er að gera um jólin.

Ég sendi bestu kveðjur til allra, héðan úr hinu hvíta Hollandi. Ég þakka þeim 820 sem sótt hafa stuttmyndina og þeim sem hjálpað hafa á árinu sem er að líða.

Ég hefði viljað skrifa meira eða bara eitthvað skemmtilegra, en í kjöltu minni er smábarn sem var ekki komið í heiminn um síðustu jól, og það þarf athygli.

xmas2007


mbl.is Allir eigi samastað um jólin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. desember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband