Imagine no possessions, voru þessir peningar einhvern tíma til?

John Lennon samdi Imagine árið 1971. Þar veltur hann fram fallegum spurningum sem við við reynum varla að svara. Þær eru of háleytar, við tökum þær ekki alvarlega. Hvers vegna? Er það vegna þess að heimurinn er eins og hann er eða erum við of föst í kössunum sem við höfum komið okkur fyrir í?

Það væri gaman að skoða þessar spurningar og sjá hvort hægt sé að svara þeim öðruvísi en neitandi. Ef jafnrétti, friður og mannlegur kærleikur er það sem við viljum, hvers vegna er heimurinn fullur af stríði og fordómum? Erum við sjálfselsk eða hefur sagan og þjóðfélagið spillt okkur? Eru einhverjar líkur á að við munum nokkurn tíma lifa við alvöru jafnrétti, frið og gagnkvæman skilning?

Skoðum textann við Imagine.

Imagine there's no Heaven
It's easy if you try
No hell below us
Above us only sky
Imagine all the people
Living for today

Fyrsta versið veltir fyrir sér trúnni. Trúarbrögð hafa lofað okkur Himnaríki ef við erum góð og hótað okkur helvíti ef við erum slæm. Að vera góð í þessu stutta lífi er fjárfesting á eilífð í paradís. Án trúar myndum við verða sjálfselsk og troða á nágrannanum, því okkur yrði ekki refsað. Það má því segja sem svo að trúarbrögð geri ráð fyrir að við séum öll slæm af náttúrunnar hendi. Það má segja að trúnni hafi mistekist ætlunarverk sitt, því við komum ennþá illa fram við hvort annað eftir allar árþúsundirnar. Trúarbrögð hafa meira að segja oft verið orsök styrjalda. Við getum endalaust rökrætt um það hvort trúnni (Guði, Biblíunni, Kóraninum) er um að kenna eða trúarleiðtogum, og hvort við hefðum fundið aðrar ástæður til að berjast. Hver svo sem ástæðan er, trúarbrögðum hefur mistekist það meinta ætlunarverk sitt að gera okkur manneskjulegri.

- Hvað kenna trúarbrögð?
- Hver er munurinn á trúuðum og trúleysingjum?
- Hver er munurinn á mismunandi trúarbrögðum?
- Hvaða áhrif hafa trúarbrögð haft á heiminn?
- Eru einhver trúarbrögð minna útötuð blóði en önnur, og ef svo er, hvað gerir þau öðruvísi?
- Hvernig yrði heimurinn án trúarbragða?

Imagine there's no countries
It isn't hard to do
Nothing to kill or die for
And no religion too
Imagine all the people
Living life in peace

Annað versið er um lönd, og þar með þjóðir og þjóðernishyggju. Hver erum við, einstaklingar eða hlutar af heild? Af hverju erum við tilbúin til að drepa fólk af öðrum þjóðernum ef stjórnvöld segja okkur að gera það? Hver er munurinn á að drepa útlending eða einhvern af sama þjóðerni? Er einhver munur á kosnum stjórnum og erfðum, skiptir það máli hvort okkur er stjórnað af þjóðþingum og forsetum eða flokkum, einræðisherrum eða konungsfjölskyldum? Þarf að stjórna okkur, og ef svo, hvers vegna? Ef við losuðum okkur við lönd og þjóðir, myndi einhver notfæra sér það og kúga fólkið? Getum við lifað af án þess að einhver sé við völd? Er einhver munur á þjóðernishyggju og kynþáttafordómum?

- Hvað er land?
- Af hverju þurfum við lönd, ef svo er?
- Hvað hefur komið af stað stríðum milli landa og hvers vegna höfum við tekið þátt í þeim og barist?
- Hvað eru þjóðarleiðtogar og hvernig virka stjórnvöld?
- Hvernig væri heimurinn án landamæra og væri það yfir höfuð mögulegt?

You may say that I'm a dreamer
But I'm not the only one
I hope someday you'll join us
And the world will be as one

Imagine no possessions
I wonder if you can
No need for greed or hunger
A brotherhood of man
Imagine all the people
Sharing all the world

Þessu er sennilega erfiðast að svara eins og John bendir á. Hvað er eign? Ef þetta er húsið mitt, af hverju skulda ég einhverjum banka næstum allt verðgildi þess? Hvernig getur banki búið til peninga úr engu? Ef ég kaupi hús og tek lán setur bankinn pening inn á reikninginn minn, en það er ekkert annað en að setja vissa tölu við nafnið mitt í tölvunni. Þegar banki lánar, kemur peningurinn úr lausu lofti. Peningurinn á reikningnum mínum er færður inn sem skuld bankans, en á móti er lánið mitt eign bankans. Þessar færslur eyða hvorri annari út, ég keypti húsið fyrir ekkert. Ef bankinn lánaði innistæðu annars fólks, eins og flestir halda, þyrfti hann að lækka þær innistæður til að bókhaldið gengi upp. Húsið var borgað með láni, lánið eru peningar sem eru ekki til og voru búnir til fyrir viðskiptavininn. Það er því nokkuð ljóst að peningar eru hugarástand, þeir eru til meðan við trúum á þá. Ef við hættum að trúa á peninga, hrynur hagkerfið. Það þarf ekki meira til.

- Hvað er eign?
- Hvernig virka peningar?
- Ef peningar eru verðlausir og ekkert meira en tölur í tölvu, af hverju erum við að eltast við þá?
- Höfum við rétt á landinu okkar, húsinu, bílnum, og hafa sumir meiri rétt en aðrir?
- Indjánar höfðu allt aðra skoðun á heiminum. Þeir trúðu að við værum hluti af heiminum og mættum nota hann skynsamlega en við ættum hann ekki.
- Hvernig myndi heimurinn virka ef við deildum öllu?

You may say that I'm a dreamer
But I'm not the only one
I hope someday you'll join us
And the world will live as one

Eru til önnur svör við spurningunum að ofan eða er heimurinn sem við höfum skapað besta, eða eina, leiðin fram á við? Ef við hugsum öðru vísi, erum við rænulaust draumórafólk með hausinn í skýjaþoku eða snillingarnir sem leggjum grunninn að betri framtíð?

Þessi færsla reynir ekki að svara spurningunum, heldur að velta þeim upp. Það er auðvelt að taka heiminum eins og hann er, eða virðist vera. Allt er, hins vegar, sjaldan það sem það sýnist. Heimurinn, og skilningur okkar á honum, er sífellt að breytast og það sem við trúum í dag eru sennilega hindurvitni framtíðarinnar. Spurningin er, í hvaða átt er heimurinn að þróast og erum við ánægð með þá þróun?

mbl.is Fjármálastofnanir gætu tapað allt að 400 milljörðum dala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. nóvember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband