3.10.2007 | 06:22
Framtíð - Umhverfi - Hugmyndasamkeppni
Kjarnorkan er á undanhaldi, en hvað tekur við? Erfitt að segja.
Ég fann stórmerkilega frétt í gærkvöldi um ísbreiðuna á norðurpólnum. Þar fylgdi líka kort sem sýnir þóun síðustu ára. Mér líst ekkert á þetta. Það er spurning hvort það skipti máli hvort þetta sé okkur að kenna eða ekki, við verðum að bregðast við, hvort heldur sem er. Ég hvet alla til að skoða.
Svo er það IDFA, alþjóðleg hátíð heimildamynda sem haldin er árlega í Amsterdam. Næsta hátíð verður helguð umhverfismálum. Því er kvikmyndafólk beðið um að senda inn litlar heimildamyndir um gróðurhúsaáhrifin. Myndin skal ekki vera lengri en ein múnúta, en skilafrestur er 1. nóvember.
Ég ætla að taka þátt og hef einhverjar hugmyndir, en ég held þeim fyrir mig í bili svo að ég sé ekki að hafa áhrif á ykkar hugsanir. Það væri nefninlega gaman að heyra ef einhverjum dettur eitthvað betra í hug. Myndin yrði gerð á einum degi í Hollandi, svo ég bið fólk að halda þessu einföldu, kraftmiklu og jökulsárlausu (það eru engar jökulár í Hollandi).
Ég er að fara til Spánar á Sunnudag og kem til baka viku síðar. Ég geri ráð fyrir að taka myndina upp og klippa milli 16. og 20. október.
Endilega látið heyra í ykkur!
![]() |
Kæliturnar elsta kjarnorkuvers Breta jafnaðir við jörðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 07:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)