Hræsni?

Ég ætlaði að svara athugasemd við þetta blog, þar sem Gestur Pálsson talar um hræsni andstæðinga Kárahnjúkavirkjunar, en það varð lengra en ég gerði ráð fyrir, svo ég ákvað að setja það inn hér.  

Þetta er sorglegt. Íslendingar framleiða nú þegar tvöfalt meiri orku en þeir þurfa (eða var það jafnvel meira?). Restin fer í álver. Ég get ekki talað fyrir aðra, en hræsnin í þessu máli er alfarið þeirra sem eru tilbúnir til að eyðileggja Ísland fyrir erlend stórfyrirtæki.

Það er merkilegt að fólk skilji ekki hvernig þessi fyrirtæki virka. Þau eru ekki að byggja álver af því að þau vilja hjálpa innfæddum að lifa góðu lífi. Nei, þau eru að græða peninga. Það er það sem fyrirtæki gera. Þau reyna að borga sem minnst fyrir hráefni og mannskap og vilja svo fá eins hátt verð fyrir vöruna og hægt er. Þannig virka fyrirtæki og svo sem ekkert athugavert við það. Það myndi heldur ekki skipta mig neinu máli ef það kostaði ekki mig og aðra íslendinga landið sem þeim er annt um.

Hvers vegna er ferið að fórna Íslandi fyrir gróða þessara útlendinga? Það á enginn Ísland, þ.á.m. ríkisstjórning og Samfylkingin. Það er ekki þeirra að stórskemma landið svo að afkomendurnir eigi ekkert annað en mengað og uppblásið sker það sem allir vinna í álverum af því fiskurinn er allur dauður og allur peningingurinn fór í að niðurgreiða álævintýrið. Þeir sem óska íslendingum þeirri framtíð hafa ekkert á Alþingi að gera.


Bloggfærslur 30. september 2006

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband