13.9.2006 | 12:46
The name of the mynd is...
Það er víst komið að því að ákveða nafn á myndina. Hún hefur náttúrulega vinnutitil en hann verður ekki notaður. Mér datt í hug að nota nafn aðalpersónunnar en ég er ekkert viss um að það virki. Spurning með staðarnöfn. Mér fannst Kleifarvatn ansi snjallt bókarnafn, en þessi mynd gerist á óræðum stað, eða þar um bil. Svo eru klisjukenndar humyndir, Á Sandinum, Við Veginn, Emilía Deyr, Svartur Sandur, Ökuferð með Dauðum, Síðasti Bíltúrinn, Var Hún Ekki Örugglega Dáin Þegar Þú Fórst?, Puttalingur í Vanda. Ekki bara það, nafnið þarf að virka á Íslandi og í Útlandinu. Destiny gæti virkað ef það væri ekki svona mikil klisja, en hvað er það á íslensku? Örlög. Hljómar eins og safndiskur eða læknasaga.
Þetta er sem sagt það sem er að hrjá mig núna. Þetta og klippingin, en það er bara allt að ganga upp svo ég hef engar áhyggjur af því.
Ef þú, lesandi góður, hefur hugmynd, endilega láttu hana vaða í Athugasemdaskemmunni hér að neðan. Ég veit að flestir hafa ekki hugmynd um hvað myndin fjallar, en það er bara betra. Fyndið ef einhver rambar á frábæran titil. Sem sagt, komið með hugmyndir og ef þú rambar á nafn sem ég fíla nógu vel til að nota skal ég senda þér DVD þegar myndin er tilbúin. Og hananú.