Föt í Gammeldag

Stuttmyndin. Undirbúningur er í gangi. Íslenskir bloggarar hafa talað og tungumálið er að komast á hreint. Ég er búinn að ákveða mig á hvaða tungumáli hún verður, en ég þarf bara að sannfæra sjálfan mig áður en ég geri það opinbert.

Hitt er aftur annað mál og alvarlegra. Mikið af myndinni gerist fyrr á öldum. Það þýðir því ekki að mæta í gallabuxum með tyggjó. Ég er ekki að segja að fólk þurfi að vera í peysufötum, en 1850 þarf að líta út eins og 1850. Það er hér sem ég hef rekist á hvað getur verið erfitt að undirbúa kvikmynd án þess að vera á staðnum sjálfur. Netið hefur breytt heiminum en það hefur ekki komið í staðinn fyrir mannleg samskipti.

Brýnasta verkefni á næstu vikum er að sjá til þess að fólk, staðir og hlutir líti út eins og þeir hefðu gert á þeim tíma sem myndin gerist. Ég vona að lausn verði fundin áður en ég kem til landsins, og ef ekki, þá vona ég að mér takist að negla það á þeim dögum sem ég hef áður en einhver öskrar ACTION!


Bloggfærslur 6. júlí 2006

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband