29.7.2006 | 15:18
Lögfræði í Sandkassa
Ég man eftir því að pabbi minn var alltaf sterkari en pabbi þinn og hann myndi nú bara lemja alla sem væru með stæla.
Mér finnst rifrildi fyrirtækja oft hljóma eins og smábörn í sandkassa. Skoðum þetta mál. Mjólka notar sexhyrndar krukkur með miðum svipuðum O&S. O&S pirrast og segir að Mjólka hafi stolið hönnuninni. Það er kannski satt með miðana og hefði Mjólka kannski mátt vera pínu minna gegnsæ ef svo er, en hér í Hollandi er Feta ostur oft seldur í sexkant glerkrukkum. Þetta virðist því vera einhver alþjóðleg hefð. O&S var samt fyrst á hinum litla íslenska markaði til að nota þessa krukku, hefur misst markaðshlutdeild og ákveður því að fara í mál.
Mjólka þykist þá "skilja" O&S en koma svo með útúrsnúninga sem ástæðu þess skilnings. Þrátt fyrir skilninginn ákveður Mjólka að fara bara líka í mál því hvorugur aðilinn má, eftir allt saman, nota orðið Feta. Mjólka var svo sniðug að nota Feti, sem er auðvitað allt annað og hefur ekkert með Feta að gera. Nema hvað, ég las einhvers staðar (sennilega á MBL fyrir einhverjum mánuðum) að Grikkir, Dönum til mikillar mæðu, vildu helst fá einkarétt á Feta framleiðslu.
Það er sem sagt tvennt sem getur gerst hér. Neytendur greiða hærra verð því lögfræðingar eru ekki ókeypis, eða stóri fíllinn stígur á öskrandi mýsnar og neytendur kaupa innfluttan Feta ost.
![]() |
Mjólka íhugar að kæra Osta- og smjörsöluna fyrir að nota orðið ,,feta" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)