Lögfræðinemar

Bara svona smá pæling, af hverju virðast allir bloggarar á MBL vera lögfræðinemar? Er þetta af því að Mogginn er Morgunblaðið, blað allra íhaldsmanna, eða er Ísland einfaldlega að breytast í The Unites Sýslur of Iceland?

Join the Club...

Ég hef ekki hugmynd hvernig maður segir svona fréttir. Ég hef sagt fjölskyldunni og bestu vinum frá þessu en ekki sagt þetta opinberlega, enda er ég ekki frægur og hef því enga ástæðu til að tala um hluti opinberlega. Veit ekki einu sinni hvort það sé yfirleitt góð hugmynd að segja alþjóð þetta. Sennilega ekki. Geri það samt.

Ég er að verða alvöru íslendingur. Alvöru íslendingar eiga börn. Ég hef látið það eiga sig fram að þessu en það er bara kominn tími á þetta.

Áætlaður komutími er febrúar. Svo er bara spurning hvort maður leyfi þessari færslu að standa. Það er eitthvað svo skrítið að vera að standandi upp á stól gargandi þetta in public. En þetta er mér sem sagt efst í huga um þessar mundir.


Bloggfærslur 27. júlí 2006

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband