Carnivale

Ég var að klára að horfa á Carnivale. Þetta eru þættir sem gerast 1934 í sandfoki suðvestur hluta Bandaríkjanna.

Ég ætla nú ekki að segja neitt mikið um þessa þætti, nema að þeir eru ótrúlega góðir. Þeir sem hafa gaman af David Lynch finna sig í þessu. Söguþráðurinn er sterkur, það er ekkert verið að flýta sér allt of mikið, heldur er séð til þess að maður njóti hvers atriðis til hins ýtrasta.

Það er líka skondið að hafi maður ekki lesið sér til um þættina fyrir fram, hefur maður ekki hugmynd um hvað er í gangi. Það skýrist allt, en það er skemmtilegt að vera jafn glórulaus og persónurnar.

Allavega, ég mæli með þessum þáttum, 110%. 


Bloggfærslur 23. júlí 2006

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband