Hvað var Friðrik að segja...?

Eru þetta ekki aðal rökin þegar fólk spyr hvort all þetta ál sé nauðsynlegt? Er ekki alltaf minnst á þoturnar sem fólk notar til að komast til og frá landi? Það er ekki minnst á milljarða kókdósa sem enginn nennir að endurvinna, heldur virðist öll framleiðsla íslensku álveranna fara í farþegaþotur.

Þangað til sú saga er ekki nógu góð lengur því þotur verða ekki smíðaðar úr áli eftir nokkur ár. Nei, þá er sagt "Áhrifin á áliðnaðinn séu hins vegar lítil þar sem flugvélaframleiðsla skýri ekki nema lítinn hluta álframleiðslu í heiminum. Álframleiðendur á Íslandi framleiða ekkert fyrir flugvélaiðnaðinn svo áhrifin á íslenskan markað yrðu hverfandi."

Geta Alcan, Alcoa, Landsvirkjun og allir hinir sem eru svo álþurfi þá staðfest að Ísland er að framleiða ál í gosdósir, eða er sannleikurinn ennþá verri? 


mbl.is Óumflýjanlegt að hætta notkun áls í flugvélaframleiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. júlí 2006

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband