Ísland á kafi...

Eins og sést á myndinni að neðan er Ísland að sökkva. Það er bara fínt því það græða víst einhverjir amerískir Bush-vinir á því. Ég hef nöldrað svo oft yfir þessu og það breytir engu. Fólk hefur kvartað og mótmælt og það breytir engu. Þetta er svo sem allt í lagi því Áldór og Álgerður og Sif og öll hin geta látið eins og þau séu merkileg og að Íslandssagan muni þakka þeim.

Ef þetta eru framfarir eigum við skilið að vera hent aftur inn í helli. 

Annars er það merkilegt hvað þetta er allt ofboðslega stórt. Raskið er gífurlegt. Gífurlegt er fíflalegt orð í þessu samhengi en það er ekki til nógu stórt orð yfir eyðilegginguna sem verður sett í gang í September þegar lónið byrjar að fyllast.

Ég var að finna þessa mynd á Kárahjúkavefnum. Ég vona að þetta fólk skammist sín allavega, að það sé ekki svo firrt að það haldi að þetta sé bara kúl og allt í lagi.

 

 Bætt við 21.07.2006 - hlekkur úr athugasemd: http://www.althingi.is/altext/128/01/r28203059.sgml


Bloggfærslur 15. júlí 2006

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband