12.7.2006 | 20:16
Fallegu hvítu seglin...
Ég man eftir að hafa alist upp við sögur af frönskum skipum, ströndum, mannbjörg og slysum. Langafi, fæddur 1893, mundi vel eftir skútunum sem sigldu upp í sandinn í Meðallandsfjöru. Mér datt einhvern tíma í hug að taka sögurnar upp á spólu en ég var of ungur til að taka það nógu alvarlega og gera eitthvað í því. Það er því mikil vitneskja farin og kemur aldrei aftur.
Nú þegar ég er farinn að fitla við kvikmyndagerð datt mér í hug að skoða þetta aftur. Ég fór að lesa mér til um frönsku og flæmsku skúturnar sem komu á íslandsmið í byrjun mars ár hvert. Ég komst að því að þetta var stórmál í Frakklandi og er enn. Þessi keppni sannar það. Ég komst líka að því að fallegu hvítu seglin sem sáust frá landi voru allt annað en falleg þegar maður var á þessum bátum. Þar var kuldi og vosbúð.
Hvernig sáu íslendingar frakkana? Hvernig sáu frakkarnir íslendinga? Hvenær og hvernig fóru samskipti fram? Margar spurningar og þetta er bara byrjunin.
![]() |
Frönsku skúturnar á leið heim |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |