Kvikmyndahandrit

Ég hef skrifað voðalega lítið um myndina, ástæðuna fyrir því að ég byrjaði að blogga. Hér er ein kvikmyndafærsla til að bæta það upp.

Var að klára að útkrota handritið sem þýðir að ég þarf að pikka það upp á nýtt. Slatti af breytingum. Þetta var eitthvað sem þurfti að gerast, allavega eitthvað sem myndi gerast. Það er nebblega þannig að það er aldrei nein leið að hætta að vinna í verkefni. Allavega var það svoleiðis í fyrra þegar ég skrifaði The Small Hours. Ég kom með nýjustu útgáfuna af handritinu þegar tökur hófust og við vorum enn að breyta handritinu þegar tökur voru hálfnaðar. Það verður ekki svoleiðis í þetta skiptið. Onei, handritið verður tilbúið löngu áður en tökur hefjast. Annars virkar þetta bara svona. Á meðan tími er til stefnu en engin leið að hætta að breyta (og vonandi bæta).

Þetta eru allt litlir hlutir sem ég er að breyta núna, taka einhverjar setningar út og setja svipbrigði inn í staðinn, setja inn sjónarhorn til að aðstoða kvikmyndatökumanninn (muna að finna betra orð yfir kvikmyndatökumann) og svoleiðis smáatriði. Veit ekki hvort ég geti búið til "storyboard" þar sem ég er afleitur teiknari en ég er að búa til góðan "shotlist". Svo er verið að spá í lúkk, hvernig á myndin að lít út? Á 19. öldin að líta öðruvísi út en nútíminn? Sennilega... er að hugsa málið. Er að leika mér með hugmyndir...

Búningar. Þarf að fara að skoða það dæmi með öll þessi atriði aftur í aldir. Þarf að tala við vegagerðina, redda hóteli...

...meira seinna.


Bloggfærslur 25. júní 2006

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband