Kvikmyndagerð II - Frumsýning og undirbúningur

Þetta var góður dagur. Fór í heimsókn til kunningja míns að sjá heimildamyndina hans frumsýnda í sjónvarpi. Ég var búinn að sjá hana á sérstöku "screener" kvöldi þar sem ég hjálpaði aðeins til við gerð hennar. Við sátum þarna fjórir og horfðum á þetta. Gaman að sjá eigin verk sent út en maður finnur alltaf smá fiðring af og til. Þetta hefði mátt vera betra. Hljóðið þarna var ekki nógu gott. Innstungan á veggnum bak við viðmælandann er bjánaleg. Þetta eru þó sennilega hlutir sem aðrir sjá ekki.

Svo var rætt umframtíðina. Við verðum að vinna meira saman, setja kannski upp einhverskonar "collective". Það er alltaf gott að deila hugmyndum. Svo á einn góða kvikmyndatökuvél, annar góðar klippigræjur, einn semur tónlist og allt það.

Annars er stuttmyndin það sem ég er mest að hugsa um þessa dagana. Tökur fara fram eftir þrjá manuði og ég þarf að finna aðalleikkonu. Þetta reddast allt saman. Nóg af valkostum ef ég bara byrja að leita. 


Vinstri Grænir eru hlægilegir!

Vistri (kommar) Grænir (hippar eða viðvaningar). Það er allavega það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég sá þetta fyrirbæri í útlandinu fyrir mörgum árum. Ég hafði auðvitað rangt fyrir mér. Ég var hinn sauðsvarti almúgi sem búið var að heilaþvo. Það er nefnilega svo auðvelt að vinna stig með því að gera andstæðinginn hlægilega. Á meðan andstæðingurinn er tréfaðmari (treehugger) g nýaldar skýjaglóður getur maður sjálfur verið alvörugefinn og mark takandi á manni. Þetta er aldagömul aðferð og hún virkar enn.

 Þegar maður fer að sjá í gegn um spinnið koma skemmtilegust hlutir í ljós. Auðvitað þurfum við virkjanir og álver! Ekki lifum við á grasi og fallegu útsýni! Það er eins og alvöru kommarnir, þeir sem vilja byggja upp iðnaðarsamfélag í anda Stalins og vina, séu á miðjunni og til hægri. Það skiptir ekki máli hvað verður um landið, svo lengi sem "við" sjáum heilsusamlegt peningaflæði.

 Ég sá nýlegt dæmi um hlátursmeðferð. Þ.e.a.s. gera einhvern svo fáránlegat og ótrúverðugan að fólk tekur hann ekki alvarlega. 11. september var mikill sorgrdagur. Hvað gerðist í alvöru, enginn veit. Sagan eins og hún er sögð af Hvíta Húsinu gengur ekki upp. Það er svo margt sem stangast á við náttúrulögmál og annað að maður veit ekki hverju skal trúa. Samt er maður ekkert að tala um það opinberlega ef nafn manns er þekkt. Ástæðan er einföld. Maður verður tekinn í gegn og kjöldreginn. Sjáum til dæmis Charlie Sheen. Hann kom fram í sjónvarpi og krafðist þess að Washington kæmi út úr skápnum og segði söguna eins og hún hefði gerst. Hvað gerist? Viku seinna er hann sakaður um að hafa beitt fyrrverandi konuna ofbeldi. Tilviljun? Kannski, kannski ekki. Betra að gera hann hlægilegan en að svara spurningunni?

Svona er þetta með svo margt. Í stað þess að svara spurningunni er fólk gert ótrúverðugt meðan þeir sem vandamálið snýst um gerast alvöruþrungnir og "traustsins virði". 


Bloggfærslur 7. maí 2006

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband