17.5.2006 | 20:19
Ríkisstjórnin grátbiður, kjósið VG.
Það er furðuleg ríkisstjórnin sem grátbiður um að vera ekki endurkjörin. Það er bara vonandi að kjósendur heyri ekkann.
Alcoa aftur. Þeir vilja byggja annað álver, og svo annað og svo annað. Umhverfismál eru okkur mikilvæg eins og Kárahnjúkar, Trinidad og Rockdale sanna. Málið er að Alcoa er skítsama um umhverfið. Það eina sem Alcoa vill er rafmagn svo hægt sé að bræða ál. Það vill svo til að íslendingar eru meira en til í að eyðileggja landið fyrir Alcoa. Það er líka eins gott því heimskingjarnir í Trinidad og Tobago virðast ekki vera sama um sitt land (www.NoSmelterTNT.com) og fíflin í San Antonio, Texas eru svo frek að þau krefjast hreins drykkjarvatns (http://texas.sierraclub.org/newsletters/lss/Fall-99/alcoa.html).
Sem betur fer er Kathryn S. Fuller bæði í stjórn Alcoa og WWF og getur því komið í veg fyrir að þær grænmetisætur séu að skipta sér af hlutunum (http://en.wikipedia.org/wiki/Kathryn_S._Fuller). Fyrir utan það að hún og fleira Alcoa fólk er með puttana í Washington og hafa áhrif á bandarísk stjórnmál.
Hvenær ætla íslensk yfirvöld að skilja að þau eru að leika sér með eld? Þetta er fólk sem notfærir sér sakleysi (ignorance, ekki innocence) leiðtoga. Allavega vona ég frekar að íslensk stjórnvöld séu bara svona saklaus eða vitlaus en að þau séu að selja landið fyrir eigin gróða.
Mér sýnist vera ein staða í málinu og það er að kjósa ríkisstjórnarflokkana út, ekki bara á næsta ári heldur strax í næstu viku.
![]() |
Viljayfirlýsing um álver á Húsavík undirrituð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)