Focus

Í tilefni jólanna hef ég ákveðið að setja inn myndband sem ég gerði fyrir hollenska söngkonu í fyrrahaust. Þetta gerðist svona...

Ég fór á tónleika sem voru kallaðir Live in the Living af því að hljómsveitir komu fram í stofu heima hjá fólki. Ein þeirra sem komu fram var Marike Jager. Röddin var heillandi og ég ákvað að ég yrði að gera eitthvað með henni. Það sem ég er siðvandur maður bauðst ég til að gera myndband við lag af þá óútkominni plötu hennar. Það var slegið til og ég fór að hugsa um hvað myndbandið skyldi vera.

Sagan var samin og við komum okkur saman um tökustaði og daga. Stór hluti var tekinn upp í sandöldum í Soest í mið-Hollandi. Café hlutinn og götuatriðið var svo tekið upp í Amsterdam. Við notuðum líka myndver með bláum vegg til að taka upp sum atriðin, eins og þar sem hún er tvisvar í mynd.

Myndbandið var svo klippt og litað af mér. Ójá, ég lærði tvennt af þessu verkefni. Ekki gera allt sjálfur án þess að biðja nokkrn mann (eða konu) um hjálp (þó að erfitt sé að fara eftir því) og hitt var...

Látið svo endilega vita hvað ykkur finnst. Og til þeirra sem ekki lásu síðustu færslu, Gleðileg Jól!


Bloggfærslur 24. desember 2006

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband