28.11.2006 | 08:22
Stuttmynd - Fyrsta sýnishornið
Þetta var fyrsta sýnishornið sem ég setti á netið. Þetta átti ekki að verða neitt, ég var að vinna við að klippa draum sem átti að vera í myndinni. Ég ákvað svo að setja þetta á heimasíðuna svo að samstarfsaðilar gætu séð hvað ég væri að gera. Síðan hefur komið í ljós að sumum finnst þetta flottara en seinna hornið, sem kom reyndar fyrst inn á bloggsíðuna. Sýnir bara hvað maður getur haft litla tilfinningu fyrir eigin verkum.
Það er einmitt þess vegna sem að ég hef látið annan klippara hafa myndina. Best að fá óháðan aðila til að klára dæmið. Nú er ég að bíða eftir tónlistinni og þá er hægt að klára dæmið. Við erum sem sagt að komast á endasprettinn. Ég læt vita þegar nær dregur.
PS. Eftir að hafa horft á hornið hér á síðunni verð ég að segja að gæðin eru ekki yfirdrifin. Ég reyni að laga það, en læt þetta þó standa þangað til.
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 08:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)