20.11.2006 | 08:51
Fyndnasti bloggarinn er...
Fyrir einhverjum mánuðum síðan bað ég fólk að tilnefna fyndnasta bloggarann á Blog.is. Það er augljóst að það eru ekki margir fyndnir pennar hér, þar sem aðeins var stungið upp á þremur. Nema að bloggið mitt sé bara ekki vinsælla en svo að enginn hafi séð þessa færslu og þar af leiðandi ekki vitað af þessari samkeppni. Verum ekkert ap velta okkur upp úr því. Sannleikurinn getur verið pínlegur.
Það komust sem sagt þrír bloggarar í úrslit. Hægt er að kjósa hér til hliðar. Endilega potið í hlekkina hér að neðan og kynnið ykkur málið
Beitt og skemmtilegt sjálfsháð sem fáir leika eftir. (Galdrmeistarinn)
-
Gunnar Helgi Eysteinsson er nátturlega bara algjör snilld... (Petra)
-
...hún hefur sérlega skemmtilega sýn á hversdagsleikann. (Vala)
Svo má koma með athugasemdir þar sem stungið er upp á hvað skal vera í vinning. Ég náði ekki að hugsa dæmið svo langt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)