5000 gestir!

4999 gestir nú þegar ég kom til að skoða síðuna. Það er bara nokkuð mikið þegar tillit er tekið til þess að ég er ekki fegurðardrottning, fréttamiðill eða talandi hundasúra. Ég hef ekki haft mikinn tíma til að blogga undanfarið, en ég mun reyna að laga það. Um að gera að komast í 10000 gesti áður en unginn kemur í heiminn.

Annars þarf ég að blogga um möppudýramennsku og vandamál sem fylgja því að heita ekki neitt. Það kemur seinna þegar ég hef náð að draga andann djúpt.

Takk öll fyrir að koma í heimsókn. 


Bloggfærslur 1. nóvember 2006

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband