Hvar er leyniþjónustan...

...þegar maður þarf á henni að halda? Það er alveg ljóst að það er fólk á meðal okkar sem þarf að taka í tuskuna.

spys_180x135Þegar litið er á úrslit könnunnar hér til vinstri er ljóst að flestir eða 35% vilja sjá myndina í kvikmyndahúsi. Gott mál. Næstum jafn margir vilja sjá hana í sjónvarpi. Allt í lagi svo sem, nema að eftir að allir fengu sér víðskjárvörp (eða hvað wide screen er á ísl.) er fólk annað hvort of feitt eða of mjótt því enginn virðist kunna að stilla það.

25% vilja sjá myndina á netinu. Það vill hins vegar enginn sjá myndina á DVD. Enginn. Núll prósent. Ég sem ætlaði að búa til svo mikið aukaefni.

Það sem mér finnst verst er að heil 10% segjast alls ekki vilja sjá myndina. Þetta eru ekki nema tvær hræður, svo að það er spurning með að siga leyniþjónustunni á þær (þau, þá).

Ég biðst afsökunar á þessari færslu. Þetta er næst-tilgangslausasta færsla mín frá upphafi. 


Bloggfærslur 26. október 2006

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband