Færsluflokkur: Umhverfismál
21.10.2013 | 17:04
Lögregluríki?
Eiður: Löggan tók mig fyrst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.7.2010 | 16:20
Uninspired by Iceland
Ísland er land tækifæranna. Gæti allavega verið það ef við værum ekki að drepast úr möppudýramennsku og húmorsleysi.
Milljónir, sjálfsagt hundruð milljóna, eru settar í landkynningu. Inspired by Iceland. Allt gott og blessað, en það virðist vera jafn innihaldslaust og fótósjoppað súpermódel að gefa til kynna að maður komist inn undir hjá henni og hverri sem er með boddíspreyinu sem verið er að auglýsa. Við þykjumst vera rosa hipp og kúl og segjum að Ísland sé land frelsisins og whatever. En á sama tíma erum við að spá í að kæra tökulið Top Gear sem nær sennilega til fleira fólks en auglýsingaherferð ESB-sleikjanna. Margfalt.
Hafi verið unnin spjöll, sem ég efast um, eru það ekkert í líkingu við það sem íslendingar sjálfir og löggan gerðu. Þar fyrir utan eru meira krefjandi mál sem bíða afgreiðslu á Íslandi. En við viljum ekki styggja "fjármagnseigendur".
Það er ekki hægt að segja að ég sé "inspired by Iceland" þessa dagana.
Löggan skoðar Top-gear | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.4.2009 | 14:25
Til Lengdar
Kerfið okkar og alls heimsins er gallað. Það þarf hagvöxt til að þrífast. Til að hagvöxtur geti átt sér stað þarf að kaupa meira, framleiða meira, nota meira hráefni. Ganga frekar á það sem jörðin hefur að bjóða. Þetta er enginn nýr sannleikur, en þetta gleymist. Hagvöxtur gengur ekki. Okkur vantar eitthvað annað.
Hagvöxtur þarf að vera 4,5% á ári | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.4.2009 | 20:15
Þekking eða peningar?
Surtsey hefur verið notuð til að sjá hvernig lífríki þróast. Hvernig plöntur stinga rótum, hvaða dýr láta sjá sig. Þetta hefur verið viðurkennt í næstum fimmtíu ár. Surtsey hefur fengið að þróast og kenna okkur í næstum hálfa öld, en nú á að fara að græða á henni. Eða redda hruninu. Eða eitthvað. Veit ekki.
Sú þekking sem tapast við ferðamannatraðk er meira virði en nokkrir hundraðþúsundkallar sem fara í að borga vextina af IMF láninu hvort eð er.
Íslendingar, reynið að hugsa svona einu sinni.
Vill fá að flytja ferðamenn í Surtsey | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.2.2009 | 20:08
IKEA ekki lengur undir stjórn Ingvars?
Einhvern tíma var því haldið fram að IKEA væri öðru vísi stórfyrirtæki. Stofnandinn og aðaleigandi, Ingvar (manekkimeir), átti víst að vera keyrandi um á Volvoinum 740 sem hann keypti árið 1984. Hann átti víst að gera vel við starfsfólk og fannst það hálf vandræðalegt hversu miklum hagnaði IKEA skilaði. Þetta var fyrirtæki sem maður gat trúað á.
Svo kemur þetta. Fyrst er logið um að dúnninn komi bara frá Kína. Það ætti að vera vitað mál hvaðan hráefnin eru að koma. Svo segjast þeir ekkert hafa vitað af því að gæsir væru pyntaðar svo að við gætum sofið betur. Það er varla mikið mál að fylgjast með framleiðsluferlinu ef maður er með 100.000 manns (eða meira) í vinnu. Senda einhvern gaukinn af og til í spotcheck. Eða kostar það of mikið? Varla, ef hagnaðurinn er vandræðalega mikill.
Ég á IKEA dúnsæng og skammast mín.
Ikea notar dún af lifandi fuglum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |