Færsluflokkur: Spaugilegt

Ómar, óskabarn Íslands?

Er einhver sem hefur snert þjóðina eins og Ómar? Hann fékk mig til að grenja úr hlátri á grænu og rauðu plötunum og í sjónvarpi. Pabbi vann sem útsendingarstjóri hjá Sjónvarpinu og ég fékk stundum að fara með. Sjónvarpsheimurinn var stórkostlegur. Eitt sinn var ég í stjórnklefanum, við hliðina á herberginu sem þulurnar notuðu til að segja frá dagskrá kvöldsins. Við upphaf dagsrár var spilað lag og ég fékk að velja það. Ég valdi Refinn í Hænsnakofanum. Ætli ég hafi ekki verið 6-7 ára. Á svipuðum tíma var ég að uppgötva grænu og rauðu plöturnar með lögum eins og Botníu, Þremur Músum, Þremur Hjólum og Skíðakeppninni. Ég skrifaði athugasemd við færslu á síðunni hans í gær. Læt hluta hennar fylgja með.

Til hamingju Ómar! Þú átt þau margfalt skilið. Það tekur ótrúleganviljastyrk og þor að gera það sem þú ert að gera. Það er mikill munur áað vera elskaður og dáður sem skemmtikraftur og fréttamaður, og að veraumdeildur og jafnvel fyrirlitinn fyrir að vera "latte þambandi skáld101 hippi haus í skýjum" og allt það. Ég efast um að það sé til mikiðaf fólki sem hefði þorað að fórna því sem þú fórnaðir fyrirsannfæringuna. Það hefði verið mikið þægilegra að breyta engu og njótaefri áranna í friði. Þú átt virðingu skilið, hvort sem fólk er sammálaþér eða ekki. Það sem Bono sagði við David Bowie á 50 ára afmæli hinssíðarnefnda á svo sannarlega við um þig. "The world should get down ontheir knees and kiss your arse". Set þetta inn á frummálinu því þettaþýðist svo illa.

Rakst á þetta gamla gullkorn á netinu. Njótið!

 


mbl.is Ómar Ragnarsson verðlaunaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Superman

Þessi brandari þýðist ekki vel. Á þýsku eru nærbuxur undirbuxur. Hitler var því að leika sér með undir og yfir. Annars varð mér hugsað til Superman, því hann gekk (eða flaug) í yfirbuxum. Sem er skondið, því nasistar aðhylltust kenningar Nietzsche um Übermensch, eða Superman. Þeir vor auðvitað súperfólkið og flestir aðrir nýkomnir af öpum eða þaðan af verra.

Annars man ég eftir gyðingabrandara sem var vinsæll á uppvaxtarárum mínum, einhversstaðar á tuttugustu öldinni. Hann var um það bil svo:
- Hvernig kemur maður 100 gyðingum inn í Volkswagen Bjöllu?
- Tveimur frammí, þremur afturí og 95 í öskubakkann.

Svona vorum við pen í den. 


mbl.is Umdeild kímnigáfa Hitlers
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er strumpur

Gunnar Svíafari er með link á strumpapersónuleikapróf. Ég tók það og er........

Painter_Smurf

Kíkið endilega á Gunnar og takið prófið. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband