Færsluflokkur: Bloggar
3.2.2012 | 08:27
Fullkomið fyrir mig!
Ég hef verið að leita að svona húsi. Hef ekki verið mjög virkur, því ekki er ég á landinu. En mig vantar svona hús. Hugsanlega þetta hús. Hverjir eru nýju eigendurnir?
Málið er að ég gerði stuttmynd á Íslandi fyrir nokkrum árum, eins og bloggvinir og aðrir kannski muna. Sagan var of stór í stuttmynd, svo ég skrifaði handrit í fullri lengd. Fékk ofsalega jákvæð viðbrögð frá því fáa fólki sem fékk að lesa. Hefði hugsanlega komið verkinu í framkvæmd og gert kvikmynd, ef ég hefði ekki verið að rolast í útlandinu. Hvað gera bændur ef þeir eru langt frá sveitinni sinni? Þeir skrifa sögu, svo ég fór í það að breyta þessu í bók. Hefur gengið ágætlega, þó að daglegt líf eigi það til að flækjast fyrir.
Sagan gerist á nokkrum tímaskeiðum í íslandssögunni. Hér á eftir er upphafskaflinn úr bókinni. Gerist í þessu (eða svipuðu) húsi. Afsakið enskuna, en ég fór víst að skrifa þetta á því tungumáli. Þetta er hugsanlega klúðurslegt, en það er bara þannig með verk í vinnslu.
1947
The storm had been raging all night. Thunderstorms were rare, but tonight was different. Like God wanted to show that he wasnt happy. Like He wasnt ready for the gift He would receive tonight.
The big house was dark, with just a couple of table lamps keeping total darkness away. The entrance was grand. Heavy furniture that had been picked for style rather than function. She was standing on the top of a central staircase, looking like a ghost with her light silk bathrobe. One nostril bleeding, soiling the perfectly white silk. She looked back quickly, saw him approaching and grabbed the heavy wooden rail. She stumbled down the stairs, almost falling. He followed slowly, like he knew she wouldnt get away. One foot reached the floor and she looked back. He was standing at the top of the stairs. Took the first step down. She ran towards the large front door and tried to open it. It was locked. They never locked it. She tried frantically, but there was no point. It was locked and it would have taken an elephant to force it open.
She slowly turned around. He was at the bottom of the stairs now, holding the gun at his hip like a gunslinger from a bad western. It didnt suit him, she thought. He wasnt the gangster type. She looked at the antique bowl on the dresser. He had bought it for her at an auction a few years back. She hadnt liked it. She wasnt into this over-decorated stuff, but now she wanted it more than anything. She needed the contents. The keys. It was just out of reach. If shed run for it, he might panic. She would never make it. Get the keys, back to the door, key in the keyhole, turn, open the door and go outside. No, she had to use reason. See what he wanted. Why he was doing this? Was it for the slender silhouette, smoking a cigarette at the top of the stairs? Nothing had been the same since she arrived.
He looked at the keys and smiled. Smiled, but his eyes were not happy. Moved closer to her. She thought it was a tear in his eyes, but it never came. He wouldnt cry for me, she thought. He wouldnt cry for anything. Not anymore. He had changed.
Her hand moved slowly down her side, finding the pocket of the bathrobe. Her hand slipped into the pocket. He moved closer, raising the gun. Her hand found something. She raised it.
Are you looking for this, dear? she said as a single shot echoed though the hallway.
Hús Hannesar Smárasonar selt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.1.2012 | 14:25
Sleppum Geir og komum Sjálfstæðisflokknum í stjórn.
Þetta mun taka vikur, kannski fram á vor. Kannski vona Bjarni, Ögmundur (hvað er hann að gera í þessum hópi?), Össur og félagar að stjórnin falli fyrir þann tíma. Kosningar. Koma þessu 40% fylgi sjálstæðismanna inn á þing. Þá er hægt að afgreiða málið í eitt skipti fyrir öll. Vísa því frá. Gleyma svo þessu meinta hruni sem fólk er alltaf að tuða yfir.
Nei, Össur vill stjórnina ekki feiga. Hann vill bara ekki fara í vitnastúkuna.
Bjarni vill þessi 40% inn á þing.
Ögmundur? Vill hann ekki bara formannssætið í VG og gott sæti í hægri-vinstri stjórn?
Svo kemur sér ágætlega að þetta mál tekur tíma sem annars hefði farið í að ræða tillögur stjórnlagaráðs.
Þessir þingmenn eru ekki að vinna fyrir þjóðina. Þeir eru i fléttuleik, klækjapólitík. Þeir eiga ekki heima á þingi.
Eða hvað veit ég? Kannski vilja þeir allir vel.
Við munum vanda okkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.1.2012 | 22:26
Er einhver áhugi á uppgjöri?
Það er þá komið á hreint. Meirihluti þingheims hefur ekki áhuga á að gera upp hrunið. Það er rausað um að ljótt sé að kenna einum manni um það sem miður fór. Ég get ekki séð að nokkur maður sé að gera það. Málið snýst alls ekki um Geir H. Haarde.
Fleiri tóku þátt í fylleríinu. Auðmenn, bankamenn, útrásarvíkingar, stjórnmálamenn. Hrunið byrjaði um svipað leyti og uppsveiflan. Bankar voru seldir vinum fyrir lánsfé úr hinum bönkunum. Viðskiptalífið sveik, svindlaði og stakk undan á meðan embættismenn horfðu í hina áttina, fullir á freyðivíni í boði útrásarinnar. Geir var ekki einn um að gera ekkert. Allt kerfið var sjúkt.
Kosið var um hvort lögsækja ætti fjóra þingmenn. Á endanum var einn valinn, Geir H. Haarde, fjármálaráðherra 1998-2005 og forsætisráðherra til 2009. Það var fullkomið pólitískt klúður að sleppa hinum þremur, en það gerir Geir ekki stikkfrí. Ekki frekar en maður sleppti einum af því hinir þrír sem tóku þátt í ráninu (nauðguninni eða hvaða glæp sem framinn hefði verið) komust undan á hlaupum. Geir var í hringiðunni sem fjármála- og forsætisráðherra og hlýtur að bera einhverja ábyrgð. Hversu mikil hún er, veit maður ekki og það kemur ekki í ljós ef málið verður látið niður falla.
Hlutverk Landsdóms er ekki að hengja Geir. Ég hef engan sérstakan áhuga á að sjá hann í litlum klefa á Litla Hrauni. Efast um að margir hafi áhuga á því. Það sem ég vil sjá er uppgjör á áratugnum fyrir fall bankanna. Opið, hreinskilið og ýtarlegt. Það varð alsherjarhrun og við sjáum ekki fyrir endann á afleiðingunum. Ef við ræðum ekki málin, veltum steinum og skoðum ormana sem leynast undir þeim, komumst við aldrei upp úr þessu kviksyndi. Þjóðin á það skilið að vita hvað gekk á. Vita hvaða reikninga hún er að borga og af hverju.
Það er gott að halda til haga hvaða þingmenn kusu um málið og hvernig. Gæti hjálpað í næstu kosningum. Ég veit að enginn í "nei" hópnum fær mitt atkvæði.
já:
Arna Lára Jónsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Árni Þór Sigurðsson, Birgitta Jónsdóttir, Björn Valur Gíslason, Eygló Harðardóttir, Guðmundur Steingrímsson, Helgi Hjörvar, Jóhanna Sigurðardóttir, Jónína Rós Guðmundsdóttir, Katrín Jakobsdóttir, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Lúðvík Geirsson, Magnús M. Norðdahl, Magnús Orri Schram, Margrét Tryggvadóttir, Mörður Árnason, Oddný G. Harðardóttir, Ólína Þorvarðardóttir, Róbert Marshall, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Siv Friðleifsdóttir, Skúli Helgason, Steingrímur J. Sigfússon, Svandís Svavarsdóttir, Valgerður Bjarnadóttir, Þór Saari, Þráinn Bertelsson, Þuríður Backman
nei:
Atli Gíslason, Árni Páll Árnason, Árni Johnsen, Ásbjörn Óttarsson, Ásmundur Einar Daðason, Ásta R. Jóhannesdóttir, Birgir Ármannsson, Birkir Jón Jónsson, Bjarni Benediktsson, Einar K. Guðfinnsson, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Gunnar Bragi Sveinsson, Illugi Gunnarsson, Jón Bjarnason, Jón Gunnarsson, Kristján Þór Júlíusson, Kristján L. Möller, Lilja Mósesdóttir, Ólöf Nordal, Pétur H. Blöndal, Ragnheiður E. Árnadóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sigurður Ingi Jóhannsson, Tryggvi Þór Herbertsson, Unnur Brá Konráðsdóttir, Vigdís Hauksdóttir, Þorgerður K. Gunnarsdóttir, Ögmundur Jónasson, Össur Skarphéðinsson
fjarvist:
Höskuldur Þórhallsson, Sigmundur Ernir Rúnarsson
fjarverandi:
Björgvin G. Sigurðsson
Frávísun felld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
20.1.2012 | 16:11
Hvenær kemur Íslenska vorið?
Ég var að skoða bloggfærslur sem ég skrifaði fyrir þremur árum. Búsáhaldabyltingin var þá í fullum gangi. Ég skrifaði um táragasið sem lögreglan beitti gegn mótmælendum og þögnina úr forsætisráðuneytinu. Ísland var að upplifa eitt hrikalegasta efnahagshrun sögunnar og forsætisráðherrann sá enga ástæðu til að tala við þjóðina. Hann beitti lögreglunni þó óspart.
Er það þetta sem við vijum? Sjálfstæðisflokkinn í stjórn aftur? Flokkinn sem keyrði okkur upp í skerjagarðinn og kennir núverandi stjórn um hrunið? Flokkinn sem hikar ekki við að siga löggunni á mótmælendur?
Bjarni Ben vill að alþingi kjósi aftur um það hvort Geir eigi að fara fyrir Landsdóm. Það verður að vera þingmeirihluti fyrir því, segir hann. Var ekki þingmeirihluti til staðar? Var fyrri kosningin ómerk að einhverjum ástæðum? Ef svo er, væri þá ekki hugmynd að kjósa um ráðherrana fjóra sem rannsóknarnefndin mælti með að færu fyrir Landsdóm?
Bjarni er að leika sama leik og ESB, að kjósa um mál þar til rétt niðurstaða fæst og svo ekki meir.
En hvað um það, þetta mál er móðgun við þjóðina. Það er móðgun við fólkið sem missti allt, sem sá sér ekkert annað fært en að flýja land. Það er móðgun við þá sem stóðu á Austurvelli í janúarkuldanum, börðu á potta og pönnur í von um sanngjarnara þjóðfélag og lét sig hafa það að vera spreyjað með piparúða.
Það er sannarlega móðgun við níumenningana sem Ögmundur gat ekki skipt sér af vegna stöðu sinnar sem ráðherra.
Ég vona sannarlega að þingmenn hafi rænu á að fella þessa tillögu. Ekki af því ég vilji sjá Geir H. Haarde dæmdan og lokaðan inni. Alls ekki. Hann má sýkna ef Landsdómi finnst ekki ástæða til annars. Ég vil einfaldlega að allar upplýsingar sem þjóðin á skilið að fá, komi upp á yfirborðið svo hægt verði að gera hrunið upp. Án uppgjörs munum við halda áfram að sleikja sárin og vantreysta hvoru öðru. Við getum ekki byggt upp mannsæmandi samfélag ef við þorum ekki að horfast í augu við fortíðina.
Þjóðin á það inni hjá þingmönnum að þeir geri það eina rétta í stöðunni og láti dómsmál hafa sinn gang afskiptalaus.
Næstversta niðurstaðan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.1.2012 | 22:14
Vinsældir Ögmundar skreppa saman?
Var það ekki Gvendur Jaki sem sagði að á meðan Mogginn, og þar með Sjálfstæðisflokkurinn, pirruðust út í hann, væri hann á réttri braut?
Ég las pistil eftir Ögmund í kring um 2005 þar sem hann sagði að bankarnir ættu að fara úr landi. Hann fékk skömm fyrir, var kallaður afturhaldskommi eða eitthvað álíka. Hann vildi, eins og sönnum komma sæmdi, sjá til þess að allir væru jafnir í örbyrgðinni. Svo kom haustið 2008 og Ögmundur virtist ekki hafa verið svo galinn eftir allt.
Hann hefur alltaf virkað sem maður sem fylgir sannfæringunni. Hann hefur ekki látið flokkslínur flækjast fyrir sér. Það er sannarlega hægt að segja að hann hafi ekki fylgt eigin flokki síðustu vikuna.
En hvað fær stjórnmálamann, dómsmálaráðherra, til að skipta sér beint af dómsmáli? Hvað hefur breyst síðan hann kaus að senda Geir í Landsdóm? Af hverju getur hann reynt að hafa áhrif á þetta mál ef hann gat ekki skipt sér af nímenningamálinu vegna stöðu sinnar?
Aðal rökin sem ég hef heyrt eru að ekki sé hæft að dæma einn mann þegar fleiri báru ábyrgð á hinum meinta glæp. Hinir þrír ráðherrarnir sluppu við ákæru, "þökk" sé Samfylkingunni, svo það væri óréttlátt að draga Geir einan fyrir rétt. Þetta er auðvitað argasta bull, því ekki yrðu þessi rök tekin gild ef um búðarhnupl væri að ræða.
Ég vil ekkert endilega sjá fyrrverandi forsætisráðherra refsað. Ég vil hinsvegar að hann fái tækifæri til að verja sig. Að hann verði ekki að eilífu þekktur sem hrunstjórinn sem slapp vegna flokkaklíkunnar, eða hvað það verður kallað. Ég vil sjá þessi réttarhöld og ég vil að þær upplýsingar sem þar munu koma fram verði notaðar til að gróa sárin, gera upp hrunið eins mikið og hægt er.
Ögmundur er kominn í mjúkinn hjá Bjarna Ben, sem spilaði með milljarða og tapaði gegn um Sjóvá og Vafning. Það er ekki hægt annað en að spyrja, hvað eru þeir að bralla? Á að koma núverandi stjórn á hnén, svo að Jóhanna og Steingrímur geti ekki annað en sagt af sér? Gefið Bjarna og Ögmundi tækifæri til að taka við? Er það málið, að Ögmundur vilji SJS frá, svo hann komist sjálfur í formannssætið? Er Ögmundur að leyfa Bjarna að nota sig sem peð í valdataflinu sem leikið er við Austurvöll, í von um betri stöðu í nýrri stjórn eða sem forystumaður í stjórnarandstöðu?
Trúir hann virkilega að hann sé að gera rétt eða er Ögmundur einfaldlega klækjapólitíkus af gamla skólanum?
Ég vona að hann skammist sín jafn mikið fyrir hrós Bjara Ben og ég myndi gera. Ég vona að íslendingar hafi rænu á að kjósa eitthvað betra næst.
Bjarni: Ögmundur hefur vaxið mjög | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.1.2012 | 15:12
Allt í sóma...
Hvað fóru miklir skattpeningar í að redda Kaupþingi? Hvað borgaði Nýja Kaupþing fyrir lánið hennar? Hvað stór hluti höfuðstólsins er vegna verðtryggingar?
Hvernig gengur annars að fella niður skuldir auðmanna?
Útburður í Breiðagerði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
17.1.2012 | 10:47
Sandkassaleikur eða...?
Ég var að tala við góða vinkonu mína um daginn. Sagði henni að mér fyndist þingmenn oft vera eins og krakkar í sandkassa. Hún vildi meina að það væri alls ekki málið. Stjórnmál væru tafl þar sem einskis er svifist fyrir völd og vinagreiða. Eitthvað á þá leið var það. Nákvæm orð hafa eflaust skolast til í minningunni. En sandkassaleikur var það ekki.
Hvað eru Ögmundur og fleiri þingmenn að hugsa með því að draga málið til baka? Eru þau að hlýfa fyrrverandi vinnufélaga, og þá á kostnað hvers? Eru þau að gefa í skyn að hrunið þurfi ekki að gera upp? Er málið kannski að þeim finnist óréttlátt að setja Geir H. Haarde fyrir dóm því aðrir ráðherra hrunstjórnarinnar sluppu? Er Ögmundur kannski að vonast til að stjórnin springi svo SJS fari út og hann komist í formannsslaginn og geti gagnrýnt nýja stjórn úr notarlegheitum stjórnarandstöðunnar? Erfitt að segja og ég ætla ekki að væna hann um hluti sem ég hef ekki sannanir eða almennileg rök fyrir.
Eitt er þó víst að sé ástæðan sú að aðrir þingmenn hafi sloppið, er réttarríkið og þingmenn á villigötum. Það er eins og að sleppa eina bankaræningjanum sem náðist af því hinir komust undan.
En um sandkassaleikinn. Hér á eftir fara orðaskipti kjörins þingmanns og áhangenda. Einn þeirra er í forsvari flokks og vill sennilega komast að á þinginu. Ég er viss um að Ögmundur, og flestir aðrir, eru vandaðri en þessi þingkona, en stundum skil ég ekki hvernig sumt fólk kemst inn á þing. Það er allavega alveg á hreinu að það skilur ekki að það er þarna í nafni kjósenda sinna, skilur ekki þá ábyrgð sem á þeim hvílir. Þeirra verk er að bæta samfélagið sem kaus þau í þessa trúnaðastöðu. Röklausar rökræður, bara til að vera á móti, eru tímasóun og móðgun við kjósendur.
Orð þeirra sem á eftir koma dæma sig sjálf.
Vigdís Hauksdóttir - hvaða status get éf fundið upp á í dag til að tryllla kratana og þeirra miðla :-)
Guðmundur Franklín Jónsson and 15 others like this.
Ruth Bergsdottir - hahhahaaa......
Kristjan Johann Matthíasson - þú ferð nú létt með það
Kristjan Johann Matthíasson - Ræddu bara um Bruzzel og fáránleikhúsið þar
Inga G Halldórsdóttir - það má hræra uppí þeim.. en þau eru jafn blind fyrir því..
Snorri G. Bergsson - kallaðu þá semíkomma, það ætti að duga
Jón Ingi Gíslason - Segðu eitthvað viðeigandi um Láru Hönnu þeirra aðal spunadrottningu í dag......kannske eitthvað ámóta og hún skrifaði í nokkrum færslum um þig í gær....
Jóhannes Ragnarsson - Svo fer skemmtilega í þá að tala um krataeðlið.
Baldur Hermannsson - Það er í góðu lagi að trylla þá vikulega en ekki daglega.
Árni Björn Guðjónsson - Segðu bara að ESB sé eina rétta sambandið fyrir Ísland,sem það er
Árni Björn Guðjónsson - Við þurfum n+yja hugsun og framtíðarsýn í stjórnmálin
Guðmundur Franklín Jónsson - Betri er hálfur krati enn heill.
Ég geri ráð fyrir að það sé í lagi að birta þetta hér, þar sem viðkomadi skrifuðu öll á´opinberan og opinn vegg Vigdísar á Facebook.
Skora á þingmenn VG | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.12.2010 | 10:27
Lýst eftir þjóð
Við viljum nýja ríkisstjórn. Við viljum þjóðstjórn, utanþingsstjórn, hægristjórn. Við viljum aðra stjórn. Hvað sem er, bara ekki vinstri velferðarstjórnina.
Eða hvað? Yrði önnur stjórn betri, réttlátari, meira í takt við þjóðina? Erfitt að segja, nema maður viti hvað þjóðin er að hugsa og ég efast um að hún viti það sjálf. Við viljum ekki borga Icesave. Skiljanlegt. Við viljum lífsgæðin sem við vorum vön fyrir hrun. Við viljum loka augunum og þegar við opnum þau aftur eru öll okkar vandamál horfin. Við viljum fara til baka, pota í "load saved game" og halda áfram frá þeim punkti áður en við gerðum mistökin. Leikurinn virðist vera tapaður og ef við bara förum aftur í tímann, kannski til 2006, getum við sleppt Icesave, bjargað bönkunum og lifað í vellystingum.
En lífið er ekki tölvuleikur. Við getum ekki ýtt á "save" takkann áður en við tökum afdrifaríkar ákvarðanir. Kannski eins gott, því það verður voðalega leiðinlegt til lengdar ef maður er alltaf að svindla á leiknum. Maður er nefninlega að svindla á sjálfum sér með því að læra ekki neitt, taka alltaf auðveldustu leiðina.
Hvað er annars vandamálið á Íslandi anno 2010? Er það Icesave? Er það yfirgangur fyrrverandi vinaþjóða okkar? Er það verðtryggingin, skattahækkanir, Steingrímur eða Jóhanna? Eða er vandamálið dýpra og nær okkur sjálfum? Erum við vandamálið?
Einhverntíma bloggaði ég um breytinguna á þjóðinni á fyrstu árum aldarinnar. Ég flutti til Hollands 1997, en fann fljótlega fyrir heimþrá. Hún entist þó ekki lengi. Þetta byrjaði allt þegar nýbyggingar spruttu upp út um allt. Þetta voru ekki hús, þetta voru hallir. Ég hafði oft sagt útlendingum frá því, fullur stolti, að við ættum synfóníu, óperu, fullt að kvikyndahúsum, leikhúsum og guð má vita hvað. En þegar verslanamiðstöð #300 spratt upp og hún var stærri en flest það sem sést í milljónaborgum erlendis, fór ég að hætta að fatta. Já, við vorum æði, gátum haldið úti menningu og verslun sem umheimurinn gat varla dreymt um, en þetta var að fara út í öfgar. Þetta gat aldrei staðið undir sér. Svo var það virkjanaáráttan. Allt skyldi virkja. Hvað var í gangi?
Þjóðin var að missa vitið. Ég sá þjóðfélagið með gestsauganu. Skildi tungumálið og þekkti þjóðarnadann en var ekki nógu oft á landinu til að samdaunast. Í hverri heimsókn sá ég breytingu. Ég hef yfirleitt komið heim tvisvar á ári. Ég man ekki hvenær hlutirnir fóru að breytast, en ég held ég hafi verið farinn að horfa stórum augum á framkvæmdirnar á árunum 2001-2003. Það var um svipað leyti sem þjóðin breyttist.
Alls snérist um peninga, allt kostaði helling, það þótti lítið mál að borga svimandi upphæðir fyrir einföldustu hluti. Það var eins og það væri flott að borga of mikið. Hér í Hollandi pössuðum við okkur á að fara (tiltölulega) vel með peningana. 10-20 evrur fyrir gallabuxur, sem var 800-1500 kr fyrir hrun þótti mikið. Á íslandi var fólk að borga tífalt verð. Án þess að blikka. Þótti sjálfsagður hlutur.
Fjárútlátin voru samt ekki það versta. Eftir því sem peningaflæðið jókst, Range Roverunum fljölgaði, fækkaði brosunum. Það var kominn einhver drambssvipur á þjóðina, stundum jafnvel heift. Ef einhver gekk á mann í Kringlunni, strunsaði sá hinn sami áfram, pirraður yfir því að ég hafi verið að flækjast fyrir. Enda skiljanlegt, sá pirraði var eflaust á leiðinni á mikilvægan fund og ég var fyrir. Í flestum borgum Evrópu hefði fólk stoppað og beðið hvort annað afsökunar. Skiptir ekki máli hver gekk á hvern, þetta er bara sjálfsögð kurteysi. En hún hafði verðið gerð útlæg á Íslandi. Sama við kassana í verslunum. Fólk var dónalegt við starfsfólk, var pirrað, að flýta sér og var móðgandi. Ég vorkenndi fullt af kassadömum á þessum tíma.
Ég ólst upp við sögur að fátæku fólki í burstabæjum sem buðu alla velkomna og deildu því litla sem það átti. Ef þreyttan og kaldan ferðalang bar að garði, var honum boðið inn. Þótt aðeins einn kjötbiti væri til á bænum, var ferðalangnum umsvifalaust boðið að borða. Það hefur líka sýnt sig að því meira sem fólk á, því minna gefur það. Mér varð oft hugsað til gamla Íslands, þar sem fólk bjó við raka og kulda, átti varla í sig og á, en virtist vera hamingjusamara. Það var hamingjusamara, því það átti hvort annað. Því maður er manns gaman. Range Roverarnir, Ipottarnir og utanlandsferðirnar voru allt í lagi, en þetta "drasl" kom ekki í staðinn fyrir mannlega þáttinn, samskipti við annað fólk.
Íslenska þjóðin er sterk. Við erum gestrisnir harðjaxlar sem getum hvað sem er. Inni við beinið. Við erum bara orðin svo feit að það er djúpt á alvöru íslendinginum í okkur. Nú er að hefjast nýtt ár. Ekkert merkilegt, svo sem. Bara einhver tala á almanaki. En hvernig væri að nota það sem nýtt upphaf. Reyna að finna íslendinginn í okkur? Ekki þjösnarlegu frekjudós síðustu ára, heldur það sem býr í okkur öllum. Brosandi harðjaxla liðinna alda. Ef við stöndum saman, getum við hvað sem er.
Gleðilegt ár. Megi 2011 vera upphafið á einhverju betra.
Vill nýja ríkisstjórn um tiltekin verkefni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.3.2010 | 07:46
Umturn
Merkilegt hvað lífið getur tekið stjórnina af manni. Þetta virtist allt vera svo skýrt. Vandamálið var fundið og lausnin kom í kjölfarið. Allt var breytt, allt yrði betra. Lífið hafði tilgang, framtíðin var bjartari en áður. En það er ekki nóg að hafa plan, það verður víst að setja það í framkvæmd. Bestu og ýtarlegustu áætlanir eiga það til að breytast þegar á hólminn er komið. Þetta tekur lengri tíma en gert hafði verið ráð fyrir, er erfiðara. Fólk missir móðinn.
Nú er fjórðungur ársins liðinn. Framtíðin hefði átt að vera komin en hún lætur bíða eftir sér. Kemur kannski alls ekki, eða þá í allt annarri mynd. Það er allavega ekki aftur snúið. Brennandi brýrnar lýsa upp himininn og ég trúi enn að grasið sé grænna hérna megin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.1.2010 | 21:07
Guðfaðir Búsáldabyltingarinnar kveður (konuna)
Dennis Hopper er einn af uppáhaldsleikurum mínum. Hann er kúl og fyndinn. Hann fann líka eiginlega upp slagorð búsáhaldabyltingarinnar, helvítis fokking fokk. Man eftir því þegar hann lét ein flottustu orð kvikmyndasögunnar út úr sér í myndinni Blue Velvet eftir David Lynch. Hann var eitthvað að pirrast og öskraði "fuck that fucking fuck!" Við sem horfðum sprungum auðvitað á staðnum. Ég gat því ekki annað en hugsað um hann meðan fólk var að æpa niðrí bæ í von um að eitthvað myndi breytast á Íslandi.
En af hverju að skilja eftir 14 ár, á dánarbeðinu? Hvað hefur kélla verið að gera sem fer svona illa í deyjandi manninn? Maður veit það svo sem ekki. Utanaðkomandi vita svo sem aldrei hvað er að gerast innan veggja heimilisins. Hjónabönd fara í hundana, jafnvel eftir 14 ár. Ojá, þau gera það.
En það sem gerir alveg út af við mig er að hann vill sameiginlegt forræði. Húmorinn í lagi þrátt fyrir að maðurinn með ljáinn sé farinn að breima í garðinum.
Það er því ekki hægt að segja neitt annað en helvítis fokking fokk um ástand hans núna. Respect, man!
Óskaði eftir skilnaði á dánarbeðnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)