21.1.2012 | 16:02
ESB = Skýjaborg?
Gegndarlaus áróður ESB" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.1.2012 | 11:28
5%
Ekkert nema gott um það að segja að fólk stofni stjórmnálaflokka. Ekki eru þeir gömlu að virka. En það er hængur á. Því fleiri smáframboð sem koma fram, því tvístraðri verða atkvæðin. Allt sem nær ekki fimm prósentum er dæmt úr leik og það er gott fyrir fjórflokkinn.
Ég óska aðstandendum Öldu til hamingju og vona að þau nái allavega fimm prósenta fylgi.
Kynna tillögur um stofnun stjórnmálaflokks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.1.2012 | 09:03
Froða.
Önnur þingkonan skilur hvað er að gerast. Hún veit að þjóðin fylgdist með og var ekki skemmt. Hún skilur að traustið á Alþingi er næstum ekkert.
Ragnheiður talar froðu og hefur ekkert til málanna að leggja. Nema að hún nefndi eina flokkinn sem hélt trúverðugleika sínum. Hreyfinguna.
Froða flýtur yfirleitt á yfirborðinu, er það sem fyrst sést, en ristir sjaldan djúpt og er yfirleitt ekki aðalatriðið. Þingmenn sem tala froðu virka yfirleitt yfirborðskenndir.
Ég samgleðst Ragnheiði því það er alltaf gott að vera stoltur af eigin gjörðum. Ég vona að hún trúi virkilega því sem hún segir, því fátt er verra en pólitíkus sem ekki fylgir samfæringunni.
Ég er þó hrifnari af þingmönnum sem tala af viti, skilja hvað þeir eru að segja og bera hag almennings fyrir brjósti. Birgitta er mín. Eða ég hennar. Skiptir ekki öllu.
Ekki aukið virðingu almennings | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.1.2012 | 22:26
Er einhver áhugi á uppgjöri?
Það er þá komið á hreint. Meirihluti þingheims hefur ekki áhuga á að gera upp hrunið. Það er rausað um að ljótt sé að kenna einum manni um það sem miður fór. Ég get ekki séð að nokkur maður sé að gera það. Málið snýst alls ekki um Geir H. Haarde.
Fleiri tóku þátt í fylleríinu. Auðmenn, bankamenn, útrásarvíkingar, stjórnmálamenn. Hrunið byrjaði um svipað leyti og uppsveiflan. Bankar voru seldir vinum fyrir lánsfé úr hinum bönkunum. Viðskiptalífið sveik, svindlaði og stakk undan á meðan embættismenn horfðu í hina áttina, fullir á freyðivíni í boði útrásarinnar. Geir var ekki einn um að gera ekkert. Allt kerfið var sjúkt.
Kosið var um hvort lögsækja ætti fjóra þingmenn. Á endanum var einn valinn, Geir H. Haarde, fjármálaráðherra 1998-2005 og forsætisráðherra til 2009. Það var fullkomið pólitískt klúður að sleppa hinum þremur, en það gerir Geir ekki stikkfrí. Ekki frekar en maður sleppti einum af því hinir þrír sem tóku þátt í ráninu (nauðguninni eða hvaða glæp sem framinn hefði verið) komust undan á hlaupum. Geir var í hringiðunni sem fjármála- og forsætisráðherra og hlýtur að bera einhverja ábyrgð. Hversu mikil hún er, veit maður ekki og það kemur ekki í ljós ef málið verður látið niður falla.
Hlutverk Landsdóms er ekki að hengja Geir. Ég hef engan sérstakan áhuga á að sjá hann í litlum klefa á Litla Hrauni. Efast um að margir hafi áhuga á því. Það sem ég vil sjá er uppgjör á áratugnum fyrir fall bankanna. Opið, hreinskilið og ýtarlegt. Það varð alsherjarhrun og við sjáum ekki fyrir endann á afleiðingunum. Ef við ræðum ekki málin, veltum steinum og skoðum ormana sem leynast undir þeim, komumst við aldrei upp úr þessu kviksyndi. Þjóðin á það skilið að vita hvað gekk á. Vita hvaða reikninga hún er að borga og af hverju.
Það er gott að halda til haga hvaða þingmenn kusu um málið og hvernig. Gæti hjálpað í næstu kosningum. Ég veit að enginn í "nei" hópnum fær mitt atkvæði.
já:
Arna Lára Jónsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Árni Þór Sigurðsson, Birgitta Jónsdóttir, Björn Valur Gíslason, Eygló Harðardóttir, Guðmundur Steingrímsson, Helgi Hjörvar, Jóhanna Sigurðardóttir, Jónína Rós Guðmundsdóttir, Katrín Jakobsdóttir, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Lúðvík Geirsson, Magnús M. Norðdahl, Magnús Orri Schram, Margrét Tryggvadóttir, Mörður Árnason, Oddný G. Harðardóttir, Ólína Þorvarðardóttir, Róbert Marshall, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Siv Friðleifsdóttir, Skúli Helgason, Steingrímur J. Sigfússon, Svandís Svavarsdóttir, Valgerður Bjarnadóttir, Þór Saari, Þráinn Bertelsson, Þuríður Backman
nei:
Atli Gíslason, Árni Páll Árnason, Árni Johnsen, Ásbjörn Óttarsson, Ásmundur Einar Daðason, Ásta R. Jóhannesdóttir, Birgir Ármannsson, Birkir Jón Jónsson, Bjarni Benediktsson, Einar K. Guðfinnsson, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Gunnar Bragi Sveinsson, Illugi Gunnarsson, Jón Bjarnason, Jón Gunnarsson, Kristján Þór Júlíusson, Kristján L. Möller, Lilja Mósesdóttir, Ólöf Nordal, Pétur H. Blöndal, Ragnheiður E. Árnadóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sigurður Ingi Jóhannsson, Tryggvi Þór Herbertsson, Unnur Brá Konráðsdóttir, Vigdís Hauksdóttir, Þorgerður K. Gunnarsdóttir, Ögmundur Jónasson, Össur Skarphéðinsson
fjarvist:
Höskuldur Þórhallsson, Sigmundur Ernir Rúnarsson
fjarverandi:
Björgvin G. Sigurðsson
Frávísun felld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.1.2012 | 16:11
Hvenær kemur Íslenska vorið?
Ég var að skoða bloggfærslur sem ég skrifaði fyrir þremur árum. Búsáhaldabyltingin var þá í fullum gangi. Ég skrifaði um táragasið sem lögreglan beitti gegn mótmælendum og þögnina úr forsætisráðuneytinu. Ísland var að upplifa eitt hrikalegasta efnahagshrun sögunnar og forsætisráðherrann sá enga ástæðu til að tala við þjóðina. Hann beitti lögreglunni þó óspart.
Er það þetta sem við vijum? Sjálfstæðisflokkinn í stjórn aftur? Flokkinn sem keyrði okkur upp í skerjagarðinn og kennir núverandi stjórn um hrunið? Flokkinn sem hikar ekki við að siga löggunni á mótmælendur?
Bjarni Ben vill að alþingi kjósi aftur um það hvort Geir eigi að fara fyrir Landsdóm. Það verður að vera þingmeirihluti fyrir því, segir hann. Var ekki þingmeirihluti til staðar? Var fyrri kosningin ómerk að einhverjum ástæðum? Ef svo er, væri þá ekki hugmynd að kjósa um ráðherrana fjóra sem rannsóknarnefndin mælti með að færu fyrir Landsdóm?
Bjarni er að leika sama leik og ESB, að kjósa um mál þar til rétt niðurstaða fæst og svo ekki meir.
En hvað um það, þetta mál er móðgun við þjóðina. Það er móðgun við fólkið sem missti allt, sem sá sér ekkert annað fært en að flýja land. Það er móðgun við þá sem stóðu á Austurvelli í janúarkuldanum, börðu á potta og pönnur í von um sanngjarnara þjóðfélag og lét sig hafa það að vera spreyjað með piparúða.
Það er sannarlega móðgun við níumenningana sem Ögmundur gat ekki skipt sér af vegna stöðu sinnar sem ráðherra.
Ég vona sannarlega að þingmenn hafi rænu á að fella þessa tillögu. Ekki af því ég vilji sjá Geir H. Haarde dæmdan og lokaðan inni. Alls ekki. Hann má sýkna ef Landsdómi finnst ekki ástæða til annars. Ég vil einfaldlega að allar upplýsingar sem þjóðin á skilið að fá, komi upp á yfirborðið svo hægt verði að gera hrunið upp. Án uppgjörs munum við halda áfram að sleikja sárin og vantreysta hvoru öðru. Við getum ekki byggt upp mannsæmandi samfélag ef við þorum ekki að horfast í augu við fortíðina.
Þjóðin á það inni hjá þingmönnum að þeir geri það eina rétta í stöðunni og láti dómsmál hafa sinn gang afskiptalaus.
Næstversta niðurstaðan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.1.2012 | 22:14
Vinsældir Ögmundar skreppa saman?
Var það ekki Gvendur Jaki sem sagði að á meðan Mogginn, og þar með Sjálfstæðisflokkurinn, pirruðust út í hann, væri hann á réttri braut?
Ég las pistil eftir Ögmund í kring um 2005 þar sem hann sagði að bankarnir ættu að fara úr landi. Hann fékk skömm fyrir, var kallaður afturhaldskommi eða eitthvað álíka. Hann vildi, eins og sönnum komma sæmdi, sjá til þess að allir væru jafnir í örbyrgðinni. Svo kom haustið 2008 og Ögmundur virtist ekki hafa verið svo galinn eftir allt.
Hann hefur alltaf virkað sem maður sem fylgir sannfæringunni. Hann hefur ekki látið flokkslínur flækjast fyrir sér. Það er sannarlega hægt að segja að hann hafi ekki fylgt eigin flokki síðustu vikuna.
En hvað fær stjórnmálamann, dómsmálaráðherra, til að skipta sér beint af dómsmáli? Hvað hefur breyst síðan hann kaus að senda Geir í Landsdóm? Af hverju getur hann reynt að hafa áhrif á þetta mál ef hann gat ekki skipt sér af nímenningamálinu vegna stöðu sinnar?
Aðal rökin sem ég hef heyrt eru að ekki sé hæft að dæma einn mann þegar fleiri báru ábyrgð á hinum meinta glæp. Hinir þrír ráðherrarnir sluppu við ákæru, "þökk" sé Samfylkingunni, svo það væri óréttlátt að draga Geir einan fyrir rétt. Þetta er auðvitað argasta bull, því ekki yrðu þessi rök tekin gild ef um búðarhnupl væri að ræða.
Ég vil ekkert endilega sjá fyrrverandi forsætisráðherra refsað. Ég vil hinsvegar að hann fái tækifæri til að verja sig. Að hann verði ekki að eilífu þekktur sem hrunstjórinn sem slapp vegna flokkaklíkunnar, eða hvað það verður kallað. Ég vil sjá þessi réttarhöld og ég vil að þær upplýsingar sem þar munu koma fram verði notaðar til að gróa sárin, gera upp hrunið eins mikið og hægt er.
Ögmundur er kominn í mjúkinn hjá Bjarna Ben, sem spilaði með milljarða og tapaði gegn um Sjóvá og Vafning. Það er ekki hægt annað en að spyrja, hvað eru þeir að bralla? Á að koma núverandi stjórn á hnén, svo að Jóhanna og Steingrímur geti ekki annað en sagt af sér? Gefið Bjarna og Ögmundi tækifæri til að taka við? Er það málið, að Ögmundur vilji SJS frá, svo hann komist sjálfur í formannssætið? Er Ögmundur að leyfa Bjarna að nota sig sem peð í valdataflinu sem leikið er við Austurvöll, í von um betri stöðu í nýrri stjórn eða sem forystumaður í stjórnarandstöðu?
Trúir hann virkilega að hann sé að gera rétt eða er Ögmundur einfaldlega klækjapólitíkus af gamla skólanum?
Ég vona að hann skammist sín jafn mikið fyrir hrós Bjara Ben og ég myndi gera. Ég vona að íslendingar hafi rænu á að kjósa eitthvað betra næst.
Bjarni: Ögmundur hefur vaxið mjög | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.1.2012 | 15:24
SaltExtrakt - eða rangt skal vera rétt
Ölgerðin Egill Skallagrímsson, eitt ástsælasta fyrirtæki landsins hefur orðið uppvíst að svindli. Eða ótrúlegu klúðri. Ég get ekki dæmt um það, enda hef ég aldrei unnið fyrir fyrirtækið og veit ekki hvað fer fram þar innandyra.
BBC eða einhver annar erlendur miðill fær nasaþef af málinu og vill vita meira. Hvers vegna þeir höfðu ekki samband við Matvælastofnun eða Ölgerðina sjálfa, veit ég ekki. Þetta eru slöpp vinnubrögð sem maður hefði búist við af sumum miðlum, en ekki BBC. Kannski voru þeir með símanúmer RÚV eða fréttakonunnar á skrá og ákváðu að afgreiða málið á fimm mínútum. Þeim fannst þetta kannski ekki nógu spennandi til að eyða einhverri orku í málið. Kannski skoluðust staðreyndir til þegar spjallað var við hana, kannski var þessu "road" orði bætt við eftirá. En það skiptir ekki máli.
Ölgerðin hefur orðið uppvís að því að selja iðnaðarsalt til matvælafyrirtækja í 13 ár. Það er ekki eins og þetta hafi verið ein sending sem slapp í gegn af því fólk var ekki að taka eftir því sem stóð á umbúðunum. 13 ár eru langur tími, og þetta hlýtur því að hafa verið ákvörðun sem tekin var vísvitandi. Hvort þetta salt var ætlað á götur eða ekki, er það alveg á hreinu að það var ekki ætlað í matvæli. Það er málið og allt annað er útúrdúr.
Svo spyrja þeir hvort íslendingar séu sáttir við að víðlesinn fjölmiðill segi þá hafa borðað götusalt. Ég spyr á móti, heldur Ölgerðin að íslendingar séu sáttir við að þeir séu látnir éta iðnaðarvörur? Telja þeir virkilega að það bæti ímynd sína að siga lögmönnum á fólk út í bæ sem tjáir sig um málið? Ég held að það besta sem Ölgerðin geti gert sé að hringja í þennan víðlesna fjölmiðil og biðja hann að leiðrétta fréttina, sé hún röng. Svo geta þeir beðið þjóðina afsökunar og boðist til að fjármagna rannsókn á hugsanlegum langtímaáhrifum iðnaðarsalts á mannslíkamann.
Ölgerðin var eitt ástsælasta fyrirtæki landsins. Malt og Appelsín er þjóðardrykkur. Gullið hefur unnið til verðlauna víða um heim, ef marka má umbúðirnar. Ímynd getur horfið á augabragði, eins og við höfum verið harkalega minnt á síðustu misserin.
Ekki á mína ábyrgð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.1.2012 | 04:53
Götusalt?
Er Ölgerðin orðin snarklikkuð? Þeir flytja inn iðnaðarsalt og selja sem matarsalt. Þegar einhver vogar sér að segja að iðnaðarsalt sé mestmegnis notað á götur þegar frystir, hóta þeir að senda lögræðinga á viðkomandi.
Þess má geta að hér í Hollandi var ein fyrirsögnin, Íslendingar strá götusalti yfir eggin sín. Ætlar Ölgerðin að eltast við alla þá sem réttilega sýna að þetta salt er ekki ætlað til matargerðar?
Kunna þeir ekkert að skammast sín? Er einhver í stjórnsýslunni sem ætlar að taka á þessu máli?
Ef ekki, þá er það þjóðarinnar að sneiða hjá vörum fyrirtækisins.
http://smugan.is/2012/01/logfraedingar-olgerdarinnar-hota-thoru-arnorsdottur-eftir-vidtal-a-bbc/
Heilbrigðismál | Breytt s.d. kl. 04:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.1.2012 | 12:28
Heiður...
...fyrir Michael Moore að vera í sama þætti og Birgitta. Þau eiga það sameiginlegt að ná eyrum fólks um allan heim og eru nógu skynsöm til að láta spillingaröflin ekki þagga niður í sér eða snúa.
Ég hef oft velt því fyrir mér hvað það er sem fær fólk til að skipta um skoðanir, persónu jafnvel, þegar komið er inn á þing. Eru nýjir þingmenn færðir inn í bakherbergi og þeim lagðar reglurnar eða er þerra hræðsla við að missa vinnuna og þá bitlinga sem hún hugsanlega mun gefa? Eru það kannski vissir karakterar sem sækjast í þingmennsku? Fólk sem þráir völd, hvað sem það kostar?
Komist fólk í ríkisstjórn, svo ekki sé minnst á ráðherrastól, ígerist þessi persónuleikabreyting. Það er eins og slökkt sé á persónuleika viðkomandi og nýtt forrit sett inn.
Það verður fróðlegt að sjá hvað þeim Birghittu og Michael fer á milli. Chris Hedges er líka merkilegur maður. Hefur starfað sem blaðamaður í áraraðir og skrifað margar bækur. Hann er duglegur við að standa upp í hárinu á yfirvöldum vestanhafs. Hér fyrir neðan má sjá ýtarlegt viðtal við hann.
Birgitta og Michael Moore í samstarfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.1.2012 | 17:08
Afsögn?
Ögmundur kaus með á sínum tíma. Þingmennirnir fjórir skyldu fyrir landsdóm. Hvað hefur breyst síðan? Og hvað hefur breyst síðan hann sagðist ekki geta skipt sér af nímenningamálinu sem ráðherra? Hvernig getur hann þá skipt sér af þessu máli?
Ögmundur hefur sýnt og sannað að honum er ekki treystandi, hann er ekki starfi sínu vaxinn og hann hefur í raun engan annan kost en að segja af sér.
Geri hann það ekki, splundrast stjórnin sennilega og Sjálfstæðisflokkurinn leiðir næstu ríkisstjórn.
Kannski er það eitthvað sem hann vill? Kannski er hann bara klækjapólitíkus, ekkert betri en þeir sem hann hefur gagnrýnt hvað mest.
Árni Þór: Flestir sótraftar á sjó dregnir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |