Love Me Do að Let It Be

Ef ég er ekki að klikka á sagnfræðinni, spiluðu þeir síðast saman á minningarhljómleikum George Harrison. Það var árið 2002. Nú er 2009. Þetta er því jafn langur tími og leið milli Love Me Do og Get Back upptaknanna, sem enduðu á Let It Be plötunni. Svo leið svipaður tími milli hljómleikanna 2002 og Anthology upptaknanna 1995.

Sýnir manni hvað Bítlarnir störfuðu stutt. Gerir afrek þeirra merkilegri fyrir vikið. 


mbl.is Ringo og Paul saman á sviði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enda er ég vinafár...

Aldrei átti ég marga vini og aldrei fékk ég laun af einhverju viti, nema kannski þegar ég var að klepra hjá IBM heildsölunni um árið. Átti reyndar ekki heldur marga vini þá. Hefði kannski getað keypt nokkra, en nú er peningurinn búinn. Átti heldur ekki marga vini í skóla og það sést á launaseðlunum sem væru meira virði sem brennsluefni í arninn, ef þeir væru ekki PDF skrár.

En hvað um það. Ég átti aldrei marga vini og hef ekki eignast þá enn. Hafði það þó af að hjálpa til við að kvikmynda lagið að neðan, svona ef vera skyldi að einhver hafi áhuga...

 


mbl.is Algengast að fólk eigi um 150 vini
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband