Gleðilegt ár?

Ætla ekkert að kommenta á heimsfréttirnar frá árinu 2009. Það vita allir að Samfó gerði allt til að selja okkur ESB, að VG sveik öll loforð, að Framstæðisflokkarnir þvoðu af sér alla sekt vegna hrunsins og létu eins og það kæmi þeim ekki við, að enginn sem máli skiptir hefur verið dreginn til saka, að forsetinn sem setti það fordæmi að ekki þyrfti að skrifa undir öll lög virðist ætla að skella við skollaeyrum þegar þjóðin grátbiður um að hlustað sé. Við vitum líka að Landsbankinn er galtómur og Icesave verður skellt á þjóðina. Við vitum að Wouter Bos vill endilega breyta bankakerfi Evrópu svo að lönd lendi ekki í vanda, komi til kerfishruns. Það segir hann við hollendingana sína, meðan hann snýr upp á handlegg íslensku þjóðarinnar. Gordon Brown borgar innistæðueigendum sem greitt hafa í breska ríkskassann, en ekki öðrum. Íbúar Isle of Man fá ekkert þegar banki hrynur, því þeir heyra undir krúnuna, ekki þingið, og hafa því ekki borgað skatta í Bretlandi. Það virðist þó ekki stoppa hann í að krefja íslendinga um greiðslu, þótt bretar hafi yfirleitt ekki verið að borga skatta á íslandi.

2009 var skemmtilegt ár fyrir Ísland.

Það var líka stórfínt hér. Stærsta verkefni sem ég hafði unnið að var sett á hilluna. Ekki opinberlega. Það bara gerðist ekkert. Engin hljómleikamynd var gefin út. Mér leiddist meira í útlandinu en nokkru sinni. Klúðraði kannski soldið sjálfur og hef endað í einhverju svartholi í árslok. En það er bara eins og lífið er. Upp og niður. Hef þó það sem þarf til að gera 2010 frábært ár. Allavega þegar fer að líða á. Þekki fólk sem ég þekkti ekki eða þekkti lítið sem mun hjálpa mér að lyfta mér á hærra plan. Veit hvað ég vil og vil ekki. Það er allavega ágætis byrjun, ekki satt?

Stundum þarf að brjóta allt niður og byrja upp á nýtt.

Vér óskum landsmönnum öllum gæfu og hamingju á nýja árinu. Megi það verða betra en það sem á undan er gengið. 


mbl.is Völvan spáir spennandi tímum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðileg Jól

Það þarf víst litla menntun í þau störf sem stjórnin vill að landinn starfi í framtíðinni. Gullöldin er liðin. Við tekur verksmiðjuvinna öreyganna. Eða hvað?

GLEÐILEG JÓL frá mér. Ekki koma þau frá rískisstjórninni. 


mbl.is Kvöldskólagjöld þrefaldast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ha?

Ja hérna...

GLEÐILEG JÓL

Sjáumst á bókinni. 


mbl.is Facebook-skilnuðum fjölgar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband