Hverjum er ekki sama?

Það er næstum sama hvar í heimi er, stjórnvöld eru spillt og bera enga virðingu fyrir plebbunum. Sagan af fréttamönnunum er ekkert leyndarmál. Ef dauði þeirra var slys, er Hallgrímskirkjan súkkulaðibúðingur með piparsósu.

Stuttu fyrir innrás Indónesíu var bandaríkjaforseti í heimsókn. Áður en hann kom í heimsókn, voru indónesísk yfirvöld beðin um að bíða með innrásina þangað til forsetinn væri farinn. Annars liti þetta svo illa út fyrir Bandaríkin. Góða Heimsveldinu var skítsama um íbúa Austur-Tímor. Þau vildu bara koma í veg fyrir "bad PR".

Fréttamennirnir sem fréttin fjallar um voru teknir höndum af indónesum. Þeir voru stimplaðir njósnarar og pyntaðir til dauða. (viðkvæmir geta hætt að lesa hér) Þeir voru hengdir upp á fótunum. Limirnir voru skornir af þeim og troðið upp í kok svo að þeir köfnuðu. Síðan voru líkin brennd.

Þetta heyrði ég fyrir 15 árum. Þetta er enginn nýr sannleikur. Þetta er saga sem hefur verið þekkt í tæp 35 ár. En pólitíkin er þannig að sumt er ekki nógu spennandi. Sumt tölum við ekki um. Sigurvegarinn skrifar söguna og við trúum því sem okkur er sagt.

Þetta er spilltur heimur og yfirleitt er okkur skítsama um það. Þetta er óréttlátur heimur, en við höfum ekki tíma til að láta það koma okkur við nema óréttlætið beinist að okkur sjálfum.


mbl.is Blaðamenn voru pyntaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband