Villi Asgeirsson

Höfundur er upprennandi eins og norðlensk á. Hann er búsettur erlendis og krabbar hér einfaldlega til að halda móðurmálinu við. Þar sem hlutaðeigandi var borinn í Reykjavík við lok sjöunda áratugarins hefur hann séð mikið. Munað er eftir hárugum síðhippum og pönkurum sem krotuðu í sætin aftast í strætó. Mikið var höfundur smeykur við það fólk. Hlutaðeigandi hefur búið erlendis meira og minna (meira meira samt) síðan snemma á tíunda áratugnum og gerir enn. Fyrst var það stórborgin London en nú lítið og púkalegt þorp einhversstaðar við útjaðar Amsterdam. Nú er svo komið að hlutaðeigandi hefur ákveðið með mikilli sannfæringu að gerast kvikmyndagerðarmaður með það að markmiði að búa til kvikmyndir og betra (þ.e.a.s. styttra) orð yfir kvikmyndagerðarmenn. Merkilegt þykir að konur eru jafnan sterkustu karakterar í myndum höfundar, en eiga það (ólíkt öðrum körukterum) til að deyja. Vonast er til að þetta verði ekki að einhverri klisju þegar fram í sækir. Þetta er nú allt sem ég get sagt þar sem hlutaðeigandi höfundur er hlédrægur, yfirborðskenndur og yfirleitt lokaður persónuleiki. Það er gaman að sjá að hann hefur loksins ákveðið að berja dyra og kveða sér máls (þ.e.a.s. tjá sig við aðra) og vil ég ekki styggja hann með óþarfa upplýsingum um persónulega hagi. Læt ég því gott að sinni heita og óska höfundi alls hins besta.

Ábyrgðarmaður skv. Þjóðskrá: Vilhjálmur G Ásgeirsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband