Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál

Planið

Ég held ég sé búinn að fatta plottið. Af hverju hlusta ráðherrar ekki á þjóðina? Af hverju liggur svona mikið á að losa sig við ESB? Og hvað með allar allar lygarnar?

Þetta snýst um það sama og flest önnur spilling á Íslandi. Stíflur. Virkjanir.

Kaupfélagsstjórinn er búinn að eigna sér nær allar jarðir með vatnsréttindi í Skagafirði og nágrenni. Hefur dundað sér við að kaupa þær á síðustu 15 árum eða svo. Þar skal koma virkjun. Nokkrir hlutir þurfa að gerast til að hún verði að möguleika. Planið fæðist.

1. Koma í veg fyrir að stjórnarskrármálið sé klárað, svo að þjóðin sé ekki að skipta sér af.

2. Koma sínu fólki í ríkisstjórn, með hvaða aðferðum sem er. Nytsömum sakleysingjum í ráðherrastóla. Stjórnarandstaða kemur ekki til greina. Ef nauðsynlegt er að ljúga upp í opið geðið á þjóðinni, þá verður bara að hafa það. Þótt það kosti flokkinn næstu kosningar, skiptir það ekki máli. Eitt kjörtímabil er nóg.

3. Kominn í stjórn. Koma náttúruverndarlögunum fyrir kattarnef svo hægt sé að virkja þar sem þarf. 

4. Losa sig við ESB strax. Það má ekki dragast, því ef sambandið fer að skipta sér af innanríkismálum getur það gert athugasemdir við hugsanleg náttúruspjöll og spillingu. Það er nefninlega þannig að sandkassaleikurinn á Íslandi er illa séður í útlandinu.

5. Koma virkjunaráformunum í jarðveg eins hratt og auðið er. Á kjörtímabilinu, svo næsta stjórn geti ekki snúið ferlinu við.

6. Njóta ávaxtanna á meðan þjóðin étur mylsnuna sem fellur af borðinu.

Það er viðbúið að flokkurinn gjörtapi næstu kosningum, en það skiptir ekki máli. 1-2 kjörtímabil utan ríkisstjórnar er fórnarkosnaður sem hægt er að sætta sig við, ef planið virkar. Því peningarnir munu streyma. Þar fyrir utan, eru okkar menn í öllum stofnunum og geta gert framtíðarstjórn erfitt fyrir, svo að hún muni ekki getað virkað almennilega, og tapar því þarnæstu kosningum.


Framsal Ríkisvalds?

Stjórnarskrármálið er orðið að frasa, eins og svo margt annað í íslenskri stjórnsýslu. Síðustu þrjú árin hafa einkennst af klúðri á klúður ofan. Það eina sem núverandi stjórn hefur sér tl málsbóta er að fyrri stjórnir voru enn verri.

Við verðum að fara að klára þetta mál. Koma nýrri stjórnarskrá á koppinn. Eða hvað? Ég hef ekki lesið hana alla. Mun gera það fljótlega, en ég man að þegar ég rann yfir hana á sínum tíma hnaut ég um eina greinina. Trúði varla eigin augum.

111. gr. Framsal ríkisvalds

Heimilt er að gera þjóðréttarsamninga sem fela í sér framsal ríkisvalds til alþjóðlegra stofnana sem Ísland á aðild að í þágu friðar og efnahagssamvinnu. Framsal ríkisvalds skal ávallt vera afturkræft.

Með lögum skal afmarka nánar í hverju framsal ríkisvalds samkvæmt þjóðréttarsamningi felst.

Samþykki Alþingi fullgildingu samnings sem felur í sér framsal ríkisvalds skal ákvörðunin borin undir þjóðaratkvæði til samþykktar eða synjunar. Niðurstaða slíkrar þjóðaratkvæðagreiðslu er bindandi. 

Í fyrsta lagi finnst mér að framsal ríkisvalds megi ekki vera leyfilegt. Viljum við gera það í framtíðinni, ætti að þurfa stjórnarskrárbreytingu. Þessi grein er eins og sérpöntuð af Samfylkingunni svo þau geti komið okkur í ESB tiltölulega vandræðalaust. En skoðum þennan texta.

Okkur er heimilt að framselja ríkisvald alþjóðastofnunum. Við gætum þess vegna gengið NATO á hönd. IMF er alþjóðastofnun, ef maður teygir hugtakið. Hvalveiðiráðið er alþjóðastofnun, sem og Asíubandalagið og NAFTA. Það má ganga að því vísu að hugtakið verði teygt þegar einhver þrýstihópurinn vill tilheyra einhverjum klúbbnum.

Framsal ríkisvalds skal vera afturkræft? Ef við afsölum okkur sjálfstæðinu, höfum við ekkert um það að segja. Við ráðum okkur ekki sjálf. Önnur setning í greininni fellur því um sjálfa sig.

Það má segja að þjóðaratkvæðagreiðsla sé öryggisventillinn, en er það svo? Segjum að Kína vilji innlima Ísland og það sé fólk hér á landi sem hafi áhuga á að koma okkur þar inn. Hversu erfitt verður að snúa þjóðinni? Við erum svo lítil að það þyrfti ekki nema einhverja skiptimynd til að múta okkur. Segjum að Kína byggi glæsilegt sjúkrahús, borgi upp Hörpuna, lofi að borga upp skuldir landsins og bora göng í gegn um öll fjöll landsins? Klink fyrir þetta stórveldi. Það er erfitt að standast slíkt boð. Hvað myndi þjóðin kjósa?

Og hverjar eru líkurnar á því að Kína leyfði okkur að öðlast sjálfstæðið aftur, eins og við segjumst eiga rétt á í setningu númer tvö?

111. grein hefur auðvitað ekkert með Kína, IMF eða NATO að gera. Hún er alveg örugglega hönnuð sem farmiði inn í ESB. En hana má misnota á svo marga vegu að ég get ekki stutt nýju stjórnarskrána óbreytta.

Ég vona að dagarnir fjórir í mars verði vel nýttir. 


mbl.is Furða sig á farvegi stjórnlagamálsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta virkilega eitthvað sem við viljum ganga í?

Evrópa er ríkasta svæði í heimi. Þó leggjumst við svo lágt að heimsækja þriðjaheimsríki og biðja um peninga? Kína er á barmi hruns og við mjálmum í þeim að styðja Evrópu í krísunni?

Er ESB gengið af göflunum? Er ekki snefill eftir af sjálfsvirðingui hjá þessu fólki? Skilja þessir "háu herrar" ekki að ef Kína fer að fjármagna einhverskonar gervibata - því án uppstokkunar kerfisins erum við ekki að leysa neitt - vilja þeir hafa eitthvað um evrópumál að segja? Trúum við virkilega að kínverjar muni hjálpa okkur af því þeir eru svo góðir í sér? Viljum við að ríki sem drepur þegnana án dóms og laga*, leyfir barnaþrælkun og gefur skít í mannréttindi yfirleitt hafi eitthvað með okkur að gera? Viljum við gefa Kína höggstað á okkur?

Svo er þetta skemmtilegt. "Barroso gerði lítið úr mótmælum og verkföllum í einstökum evruríkjum vegna efnahagsástandsins og sagði að það væri réttur fólks að mótmæla í opnum samfélögum." Auðvitað gerir hann lítið úr þessu, því Brussel elítunni er skítsama um hvað fólki finnst. Evrópustórnarskráin er gott dæmi. Þegar fólk í nokkrum evrópulöndum hafnaði henni, var nafninu breytt í Lissabonsáttmála og sett í lög. Það þarf nefninlega ekki að kjósa um einhvern sáttmála. Og þegar ekki er hjá kosningum komist, er kosið aftur og aftur þar til rétt niðurstaða fæst. Svo aldrei meir.

Ísland hefur ekkert í þetta samband að sækja. Ekki í bili allavega. Fyrst verðum við að taka til heima hjá okkar, koma efnahaginum í þokkalegt horf. Það getur ekki verið gott að setjast að samningaborðinu með allt niður um sig. Hvernig eigum við að geta samið um nokkurn skapaðan hlut í þeirri stöðu sem við erum nú? Svo er ágætt að bíða átekta þar til róast um evruna og ástandið almennt innan ESB áður en við ákveðum að ganga í sambandið.

ESB er ólýðræðislegt og smáríki hafa sama og engin völd. ESB málið hefur orðið til þess að núverandi stjórn hefur klofnað og ekki komið brýnari málum í verk.

Tökum þessu rólega. Vinnum í okkar málum og fylgjumst með ESB úr fjarlægð. Okkur liggur ekkert á. 

* Sjá þessa frétt. Vara við myndum sem geta komið fólki úr jafnvægi. http://barbadosfreepress.wordpress.com/2008/10/03/would-bussa-have-accompanied-barbados-chief-justice-and-prime-minister-to-chinese-embassy-celebration/


mbl.is ESB þróast áfram þrátt fyrir krísuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fólk pyntar fólk.

Stundum les maður fréttir sem fær blóðið til að sjóða. Pyntingar á börnum er það ógeðslegasta sem hægt er að hugsa sér. Ég vona að Assad og aðrir með jafn viðbjóðslegt innræti mæti þeim örlögum sem þeir eiga skilið.

Því miður er það þó svo að maður er farinn að taka öllum svona fréttum með fyrirvara. Ekki að ég efist um að þetta sé að gerast, að sýrlensk börn séu tekin, brennd með sígarettum, gefið raflost og fleira. Að æsku þeirra sé rænt. Ég efast ekki um að svipaðir hlutir gerist í mörgum löndum, um allan heim. Svona fréttir koma bara svo oft upp vegna þess að vesturlönd vilja fara í stríð við viðkomandi land. Vonum að það sé ekki málið hér.

Þegar yfirvöld standa fyrir morðum og pyntingum, þurfa þau hjálp einstaklinga sem eru tilbúnir til að framkvæma voðaverk sem venjulegt fólk getur ekki ímyndað sér. Þetta gerist yfirleitt í nafni einhvers guðs sem fólk telur gefa sér einhvern rétt til að homa fram við aðra af algerri vanvirðingu því þeir aðhyllast ekki sömu hjátrú. Þetta gerist líka vegna óttans við einhvern leiðtoga. Maður er hlekkur í keðju og þorir ekki að fylgja samviskunni vegna þess að þá eru einhverjir bitlingar teknir af manni, eða að refsingin við að óhlýðnast er samviskunni yfirsterkari. Það er betra að pynta börn, en að eiga það á hættu að lenda á svarta lista yfirvalda. Stundum er það geðveiki sem fær fólk til að pynta og drepa, stundum meðvirkni og stundum ótti.

Bradley Manning á að hafa lekið skjölum sem voru svo birt af Wikileaks. Skjölum sem sýndu að hermenn bandamanna voru ekki alltaf að berjast við vondu kallana fyrir hin góðu öfl. Þau sýndu að hermennirnir okkar, sem við sendum til Íraks, Afganistan og Lýbíu með samþykki okkar, voru kerfisbundið að myrða og pynta óbreytta borgara. Skjölin sýndu að við erum ekki góði kallinn. Við erum nasistarnir sem stilltu fólki upp við vegg og skutum það fyrir minnstu sakir, rómverjarnir sem útrýmdu heilu þorpunum ef þau voru ekki til friðs. Við vorum innrásarherinn og við höguðum okkur þannig. Allt gerðist þetta í okkar nafni, því íslendingar samþykktu þessi stríð.

Hann á að hafa lekið þessum skjölum og var því hnepptur í gæsluvarðhald. Honum var haldið vakandi í 23 tíma á dag, hann fékk ekki að tala við neinn nema lögfræðing, hann fékk enga ábreiðu í pínulitla klefanum. Hann var pyntaður, niðurlægður og brotinn niður andlega. Haldið í þessu ástandi í hálft annað ár án þess að vera ákærður. Pyntaður án dóms og laga.

Bandaríkjamenn hafa reynt að þaga tilvist hans í hel síðan málið kom upp. Fæstir sem ég tala við hafa nokkra hugmynd um hver Bradley Manning er, þaðan af síður af hverju þau ættu að vita af honum. Þegar minnst er á hann í fjölmiðlum, er oft tekið fram að hann sé hommi, eins og til að gera minna úr málinu. Snúa því upp í hálfgert grín, beina umræðunni annað.

Af og til koma svo fréttir sem fá mann til að brosa og trúa á mannkynið. 

Í dag tók Hreyfingin stórt skref þegar hún tilnefndi Bradley Manning til friðarverðlauna Nóbels. Hvort hann fái verðlaunin er erfitt að segja, en þetta mun auka umfjöllun um hann í heimspressunni. Fólk mun hugsanlega heyra af honum í fyrsta sinn, skilja af hverju hann hefur verið í haldi án dóms og laga og sjá að heimurinn er ekki endilega eins og okkur er talin trú um. Að við séum ekki endilega góðu kallarnir, að það sé ekki hægt að fara í stríð til að halda friðinn, að ástæðan er ekki að viðhalda mannréttindum og bjarga þjóðum heimsins frá illum einræðisherrum. Að það hangi alltaf eitthvað á spítunni þegar ríki fara í stríð. Kannski að fólk fari að skilja að fyrsta fórnarlamb hverrar styrjaldar er sannleikurinn. Almennir borgara fylgja svo fast á eftir.

Almenningsálitið endaði Víetnam stríðið. Það getur líka endað stíðið við hryðjuverkin ef fólk veit um hvað það snýst. Án þegjandi samkomulags þegnanna, geta ríki ekki farið í stríð. Án hermanna sem tilbúnir eru til að drepa, yrði ansi fámennt á vígvöllunum.

Hreyfingin er lítill flokkur á Íslandi, en í dag hafði hún mikil áhrif á heimsvísu. Hún sýndi að örfáir einstaklingar geta haft mikil áhrif. Að við skiptum öll máli. Ég óska þeim innilega til hamingju. 


mbl.is Börn pyntuð á skelfilegan hátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB = Skýjaborg?

Ég er tiltölulega hlutlaus þegar kemur að ESB. Bý þar og hef það ágætt. Ekkert rosalega ríkur eða þannig, en skrölti. Stundum duga launin, stundum ekki. Er á rétt meðallaunum og borga hátt í 50% skatt. En...

Evrópa er með ónýtan gjaldeyri sem riðar til falls. Evran hefur haldið sér sæmilega undanfarið, en hún er undir gífurlegum þrýstingi.

Bankarnir hér í Hollandi eru svo sterkir að þeir þurftu beilát. Ég borgaði 1700 evrur af skattpeningunum til ABN Amro og enn meira til ING. Ég hef sennilega borgað meira, því þetta er meðaltal sem ég reiknaði út einhverntíma. Tók þar með hvert mannsbarn, líka börn og gamalmenni. Fyrrverandi fjármálaráðherra er bankastjóri ABN Amro. Sér einhver tengslin?

Ríkisfyrirtæki hér hafa verið seld með þeim afleiðingum að þjónusta versnar og verð hækkar. Þess má geta að ESB hefur þvingað Grikkland til að selja ríkiseigur eins og hafnir og aðrar nauðsynjar. Yrði þetta öðruvísi á Íslandi? Fengjum við "góðan díl" í fiskimálinu? Ég stórefast um það.

Þegar þær þjóðir sem fengu tækifæri til að tjá sig höfnuðu evrópsku stjórnarskráni, var nafninu breytt í Lissabonsáttmála og þar með þurfti ekki að ræða það meir. ESB er gott í að komast undan atkvæðagreiðslum og kjósa þar til rétt niðurstaða fæst og svo ekki meir.

Það er fínt að búa í ESB, en ekki halda að hlutirnir hér séu eitthvað betri eða bjartari en heima. Það er allt í lagi að skoða inngöngu, en ekki búa til skýjaborgir sem gufa svo upp í kastljósi raunveruleikans.
 

mbl.is „Gegndarlaus áróður ESB"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heiður...

...fyrir Michael Moore að vera í sama þætti og Birgitta. Þau eiga það sameiginlegt að ná eyrum fólks um allan heim og eru nógu skynsöm til að láta spillingaröflin ekki þagga niður í sér eða snúa.

Ég hef oft velt því fyrir mér hvað það er sem fær fólk til að skipta um skoðanir, persónu jafnvel, þegar komið er inn á þing. Eru nýjir þingmenn færðir inn í bakherbergi og þeim lagðar reglurnar eða er þerra hræðsla við að missa vinnuna og þá bitlinga sem hún hugsanlega mun gefa? Eru það kannski vissir karakterar sem sækjast í þingmennsku? Fólk sem þráir völd, hvað sem það kostar?

Komist fólk í ríkisstjórn, svo ekki sé minnst á ráðherrastól, ígerist þessi persónuleikabreyting. Það er eins og slökkt sé á persónuleika viðkomandi og nýtt forrit sett inn.

Það verður fróðlegt að sjá hvað þeim Birghittu og Michael fer á milli. Chris Hedges er líka merkilegur maður. Hefur starfað sem blaðamaður í áraraðir og skrifað margar bækur. Hann er duglegur við að standa upp í hárinu á yfirvöldum vestanhafs. Hér fyrir neðan má sjá ýtarlegt viðtal við hann.

 


mbl.is Birgitta og Michael Moore í samstarfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lygar

Arabíska vorið er að breytast í vetur. Túnis má kjósa og það er í sjálfu sér gott. Kosningaþáttaka er um 80% sem er framar vonum. En... og það er stórt en. Sá flokkur sem flest atkvæði virðist fá er íhaldssamur trúarflokkur sem vill innleiða sharia lög. Það er talað um nýja stjórnarskrá. Á hverju verður hún byggð? Og hvað gerum við, vesturveldin, ef túnisar kjósa yfir sig hóp öfgamanna? Nú eru "frelsarar" Líbýu að tala um sharía. Til hamingju, NATÓ.

Í vikunni var því lýst yfir að Líbýa væri frelsuð undan oki Gaddafi. Harðstjórinn er dauður. Gott mál, því það hefði verið ansi erfitt fyrir NATÓ að svara fyrir þá stríðsglæpi sem við höfum orðið sek um. Að svara því hvernig stjórn sem innleiddi heilbrigðis- og skólakerfi sem Bandaríkin geta ekki státað sig af og Evrópa er að skera niður gat verið verri en þeir öfgamenn sem nú munu komast til valda.

Málið er að óþekkir "harðstjórar" gátu verið pirrandi því þeir hlustuðu ekki alltaf á okkur. Þeir gerðu það sem þeir vildu, oft það sem þeim fannst vera betra fyrir sína þjóð. Þeir voru ekki algóðir, langt í frá. Gaddafi og Saddam voru báðir morðingjar. En það eru fleiri. Við og vinir okkar í öðrum löndum meðtalin.

Ástæðan fyrir innrásunum í Írak og Líbýu hafa ekkert með mannúðarmál að gera. Þau hafa allt með olíu, gull og deyjandi heimsveldi að gera. Við virðumst vera að steypa okkur út í alheimsstríð til að verja peningakerfi vesturlanda, sem er úr sér gengið.

Við höfum alltaf trúað að ef alheimsstríð brytist út, yrðu það vondir kallar frá öðrum löndum sem við þyrftum að verjast gegn. Við yrðum alltaf góðu bandamennirnir. En við erum að setja stríðið af stað. Við erum að gera innrásir í önnur lönd. Við erum nasistaþýskaland 21. aldarinnar. Og alveg eins og þýska þjóðin á sínum tíma, erum við að falla fyrir lyginni.

Ég læt tvö myndbönd fylgja með. Annað útlistar ástæðurnar fyrir innrásinni í Írak. Hitt er vitnisburður sjónarvotts, fréttakonu sem sá eyðilegginguna og drápin sem við, vesturveldin, NATÓ stóðum fyrir. Þetta stríð var háð í okkar nafni. Okkur ber skylda til að skilja hvað er í gangi. Gerðu þér þann greiða að horfa á þessi myndbönd. Mundu að Ísland studdi bæði stríðin í Írak og Líbýu.

 

 


mbl.is Líbíumenn taki upp sjaríalög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Telst það morð ef ríkið fremur?

Bandarikin hljóta að vera hrokafyllsti hræsnarinn í samfélagi þjóðanna. Þau þykjast vera lýðræðislegr réttarríki og ráðast á önnur ríki ef þau erru ekki nógu lýðræðisleg. Sérstaklega ef þau drepa eigin þegna. Ríki sem gera svoleiðis er stjórnað af vondum einræðisherrum sem verður að koma frá. Sérstaklega ef olíu er að finna og einræðisherrarnir eru ekki til í að gefa Ameríku forgang í svarta gullið. Annars eru þau látin í friði.

Í nótt sýndu Bandaríkin að þau eru sjálf þriðja heims ríki sem drepur eigin þegna. Sjö af níu vitnum hafa dregið framburð sinn til baka. Eitt þeirra tveggja sem halda fast við söguna er maður sem hefur sjálfur játað á sig morðið. Það eru engar sannanir fyrir því að sá sakfelldi hafi framið glæpinn. Hann hefur neitað sakargiftum í 22 ár. En hann varð að deyja. Myrtur af ríkinu sem vill ekki viðurkenna herfileg mistök í meðferð málsins.

Hverjum er ekki sama. Hann er svartur og vitnið var hvítt. Þetta eru suðurríkin. Þar hafa þeir sína hentisemi í svona málum.

Það er alveg stórmerkilegt að vestrænt ríki skuli enn stunda morð á eigin þegnum. En þetta er svo sem ekkert venjulegt vestrænt ríki. Þetta er Ameríka hin stórfenglega, sem hikar ekki við að gera innrás í önnur lönd, ræna fólki og senda það í fangabúðir án dóms og laga. Þetta er Ameríka sem tekur það ekki í mál að Palestína verði sjálfstætt ríki. Þetta er hrekkjusvínið, hrottinn sem eignar sér skólalóðina, stelur namminu okkar og allir eru hræddir við.

Er ekki kominn tími til að við stöndum upp og látum taka nafn Íslands af lista hinna undirgefnu sem studdu stríðið í Írak og morðið á Saddam Hussain? Er ekki hugmynd að draga stuðning okkar við olíu/gull stríðið í Líbýu og hið óumflýjanlega morð á Gaddafi til baka? Hvernig datt okkur í hug að styðja þann gjörning eftir allt sem á undan er gengið?

Segjum hingað og ekki lengra. Stöndum upp í hárinu á hrekkjusvíninu. Morð eru glæpur og ættu aldrei að vera framin af ríkjum.


mbl.is Troy Davis tekinn af lífi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland stendur loksins við sitt!

Ég er búsettur í Hollandi og hér sér fólk málið öðruvísi, enda er það matreitt öðruvísi af hérlendum fjölmiðlum.

Tengdó voru í mat. Þau eru auðvitað ánægð með það sem var í fréttunum í dag, að Ísland ætli loksins að borga það sem því ber. Ég leiðrétti misskilninginn í mörghundruðasta sinn. Það dugði ekki til. Ég sagði þeim því sögu af ING, stærsta banka Hollands. Hvað myndi gerast ef... og ég sagði Landsbankasöguna. Breytti bara nafninu og upphæðunum yfir í Hollenskan veruleika. Endaði söguna á því að spyrja, hvað mynduð þið gera. Greiða þúsundir milljarða evra til Þýskalands og Bandaríkjanna (tvö mikið stærri vinveitt lönd) vegna fyrirtækis sem er ekki í eigu þjóðarinnar. Nei, það fannst þeim ekki réttlátt.

Ég vona svo sannarlega að þjóðin fái að stoppa þessa geðveiki aftur. 


mbl.is Icesave-samningur samþykktur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Uninspired by Iceland

Ísland er land tækifæranna. Gæti allavega verið það ef við værum ekki að drepast úr möppudýramennsku og húmorsleysi.

Milljónir, sjálfsagt hundruð milljóna, eru settar í landkynningu. Inspired by Iceland. Allt gott og blessað, en það virðist vera jafn innihaldslaust og fótósjoppað súpermódel að gefa til kynna að maður komist inn undir hjá henni og hverri sem er með boddíspreyinu sem verið er að auglýsa. Við þykjumst vera rosa hipp og kúl og segjum að Ísland sé land frelsisins og whatever. En á sama tíma erum við að spá í að kæra tökulið Top Gear sem nær sennilega til fleira fólks en auglýsingaherferð ESB-sleikjanna. Margfalt.

Hafi verið unnin spjöll, sem ég efast um, eru það ekkert í líkingu við það sem íslendingar sjálfir og löggan gerðu. Þar fyrir utan eru meira krefjandi mál sem bíða afgreiðslu á Íslandi. En við viljum ekki styggja "fjármagnseigendur".

Það er ekki hægt að segja að ég sé "inspired by Iceland" þessa dagana. 


mbl.is Löggan skoðar Top-gear
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband