Stuttmyndir.com

Skemmtilegt að sjá þennan vef verða að veruleika. Ég var auðvitað með svipaða hugmynd fyrir einhverju síðan, nema að sá vefur myndi halda utan um íslenskar stuttmyndir. Kvikmyndir, sjónvarpsþættir og tónlistarmyndbönd koma sér til skila til áhorfenda, en stuttmyndir yfirleitt ekki.

Hugmyndin var að setja inn lista yfir allar íslenskar stuttmyndir frá upphafi. Eigendur þeirra gætu svo sett myndina á síðuna og annað hvort leyft fólki að horfa, sækja eða kaupa hana. Myndir væri hægt að kaupa á DVD eða sem niðurhal. Þannig væri til einn staður þar sem hægt væri að sjá framtíðarleikstjóra og -leikara Íslands og sjá hvað grasrótin er að gera.

Ég skráði lénið Stuttmyndir.com á sínum tíma, svo hafi einhver vit á vefjun og áhuga á að hljálpa mér er það velkomið.


mbl.is Samið um fjármögnun tónlistarvefjar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hefur þú skoðað jaman.com?

Svo er einnig til archive.org fyrir allt sem er frítt.

Ragnar (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 10:27

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Jaman er flott. Vissi af Archive. Þetta eru þó öðruvísi síður en ég var að spá í.

Villi Asgeirsson, 23.1.2009 kl. 10:57

3 identicon

Hvað get ég gert?

Skorrdal (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 18:40

4 Smámynd: Villi Asgeirsson

Veit ekki. Mig vantar lista yfir allar íslenskar stuttmyndir. Sá svoleiðist á Wikipedia einhvern tíma, svo hann er til, þótt hann sé sjálfsagt ekki tæmandi. Ég nota GoLive við vefhönnun, en Adobe drap það, svo ég er strand. Fer ekki að smíða nýja síðu með dauðu forriti. Vantar því hugmyndir að því hvaða tækni er hentur fyrir svona vef. Hönnun get ég svo sem gert sjálfur, en hjálp er alltaf vel þegin. Svo er að fá stuttmyndagerðarmenn til að taka þátt og almenning að skoða. Og setja upp spjall, auðvitað.

Hvað geturðu gert? Veldu þér bara eitthvað. :o)

Villi Asgeirsson, 24.1.2009 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband