Færsluflokkur: Vefurinn

Væluskjóður!

Skemmtanaiðnaðurinn hefur verið duglegur að barma sér og hágráta yfir því hvað heimurinn er vondur. Við erum öll þjófar, aumingjar sem viljum allt fyrir ekkert. Stelum öllu steini léttara, svo að tónlistarmenn þurfa að éta það sem úti frýs. Og þeir sjá það sem úti frýs, því þeir eru neyddir til að fara út á götu og glamra á gítarinn í frostinu með hor í nös, vonandi að vegfarendur hendi í þá tíkalli af og til. En við erum þjófar, svo líkurnar á því eru hverfandi. Listamenn eru dæmdir til að deyja úr kulda og hor í þakherbergi, einir og yfirgefnir.

Nú er heimurinn að taka upp ACTA lögin sem leyfa þessum fórnarlömbum þjófanna að fangelsa fólk fyrir að dánlóda myndum, tónlist og hverju sem hugsanlega var skapað af öðru fólki. Það er lögbrot að birta brot úr lagatextum í tölvupóstum og á bloggum. "Imagine no possessions, I wonder if you can" Þar hafiði það. Það eru harðari viðurlög við því að ná sér í eitt lag á netinu án endurgjalds, en að nauðga 13 ára dóttur nágrannans. Hvaða skilaboð er verið að senda? Er heimurinn að verða algerlega sturlaður?

Svo heyrði ég dæmi um að aðstandendur hafi þurft að borga STEFi fyrir að mega góðfúslega spila lög eftir listamanninn látna. Hvert fara þeir peningar? Og ef ég er að klippa myndbönd sem ég tók sjálfur og þarf harðan disk, fer hluti verðsins til STEFs sem makarr fyrst krókinn sjálft og útdeilir afganginum á aumu listamennina sem ekkert höfðu með verkefnið mitt að gera.

En bíddu. Eru listamenn að fara á hausinn? Verður heimurinn tónlistarlaus innan skamms? Svarið virðist vera nei. Meiri tónlist er gefin út nú en nokkru sinni fyrr. Hagnaður er meiri en nokkru sinni. En samt á að taka okkur kverkataki og stinga í steininn. Ég hef ákveðið að verði ACTA að lögum, mun ég hætta að kaupa tónlist og kvikmyndir. Hér er athyglisverð mynd sem sýnir þróunina undanfarin ár. Smellið þar til lesanleg stærð fæst.

theskyisrising

 Þess má geta að ég hætti að næla mér í forrit þegar Apple setti upp App Store fyrir tölvur. Pages, sem er svipað og Word, kostar 16 evrur. Final Cut Pro, sem áður var 1000 evrur, kostar nú 240. Þetta er málið. Það tekur því ekki að stela þessum forritum, og salan eykst.


mbl.is Hakkarar réðust á vef ráðuneytis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrikaleg ógn við persónufrelsið

Fréttin segir sína sögu. Verði þessi lög að veruleika, munu öll samskipti á netinu verða hleruð og ritskoðuð. Sért þú með "óæskilegar" skoðanir, verðurðu settu(ur) undir smásjá. Yfirvöld munu engar heimildir þurfa, stórfyrirtæki í skemmtanabransanum geta rukkað þig fyrir að nota hluta úr dægurlagatextum. Vefsíður munu ekki geta fjallað um efni sem verndað er að höfundarétti. Wikipedia, youTube og Facebook gætu horfið, því enginn grundvöllur verður fyrir starfsemi þeirra.

Það sem mestu máli skiptir, er að netið verður eins og gamli sveitasíminn. Yfirvöld munu alltaf vita hvað þú ert að segja og gera.

Hér er myndband sem útskyrir í einföldu máli um hvað þetta snýr.

 

Og hér er hægt að setja sig á undirskriftalista gegn þessu skrímsli: http://www.avaaz.org/en/eu_save_the_internet/?tta 

Ég vona svo sannarlega að íslenskir þingmenn hafi rænu á að samþykkja þessi lög ekki. 


mbl.is ACTA verra en SOPA og PIPA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alræðisríkið Ísland?

Ögmundur er að missa sig í ruglinu. Eftirfarandi frétt birtist á Pressunni, Er CERT-ÍS nýr stóri bróðir? Fær heimildir til að skoða netsamskipti Íslendinga án dómsúrskurðar.

Í frumvarpinu er CERT-ÍS fengin heimild til að skoða samskipti á netinu án dómsúrskurðar. Hvað er næst? Húsleitir án dómsúrskurðar ef einhver hefur það á tilfinngunni að maður sé ekki að hlýða lögum? Ég sé engan mun á því að yfirvöld gramsi í tölvupóstinum og venjulega póstinum, án þess að fá til þess heimild.

Þór Saari sagði eftirfarandi í athugasemd á fésbókarsíðu Evu Hauksdóttur. "Það var reynt að keyra frumvarpið gegnum þingið með hraði og án skoðunar fyriri jól en var stoppað af nefndinni (umhverfis- og samgöngunenfd) einmitt vegna þessara heimilda." Innanríkisráðherrann virðist ekkert vilja láta hið svokallaða lýðræði flækjast fyrir sér.

Þetta er skref í alræðisátt og verður að stoppa. Big brother is watching you.

Spurning af hverju ekki einu orði er eytt í þetta á MBL... 

Af einhverjum ástæðum get ég ekki sett in hlekk, en hér er slóðin: http://www.pressan.is/frettir/lesafrett/er-cert-is-nyr-stori-brodir-faer-heimildir-til-ad-skoda-netsamskipti-islendinga-an-domsurskurdar 


Heiður...

...fyrir Michael Moore að vera í sama þætti og Birgitta. Þau eiga það sameiginlegt að ná eyrum fólks um allan heim og eru nógu skynsöm til að láta spillingaröflin ekki þagga niður í sér eða snúa.

Ég hef oft velt því fyrir mér hvað það er sem fær fólk til að skipta um skoðanir, persónu jafnvel, þegar komið er inn á þing. Eru nýjir þingmenn færðir inn í bakherbergi og þeim lagðar reglurnar eða er þerra hræðsla við að missa vinnuna og þá bitlinga sem hún hugsanlega mun gefa? Eru það kannski vissir karakterar sem sækjast í þingmennsku? Fólk sem þráir völd, hvað sem það kostar?

Komist fólk í ríkisstjórn, svo ekki sé minnst á ráðherrastól, ígerist þessi persónuleikabreyting. Það er eins og slökkt sé á persónuleika viðkomandi og nýtt forrit sett inn.

Það verður fróðlegt að sjá hvað þeim Birghittu og Michael fer á milli. Chris Hedges er líka merkilegur maður. Hefur starfað sem blaðamaður í áraraðir og skrifað margar bækur. Hann er duglegur við að standa upp í hárinu á yfirvöldum vestanhafs. Hér fyrir neðan má sjá ýtarlegt viðtal við hann.

 


mbl.is Birgitta og Michael Moore í samstarfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steve Jobs - snillingur

Fyrsta Apple tölvan sem ég komst í kynni við var upphaflegi Makkinn hjá vinkonu mömmu. Fórum þangað í heimsókn og þarna stóð hann. Lítill skjárinn í svart-hvítu. Ég fékk að leika mér með tölvuna og reynslan skildi eitthvað eftir sig.

Systir mín var seinna með Makka á heimilinu. Frábær tölva. Ég átti auðvitað PC ens og allir, en Makkinn hafði eitthvað sem ég gat ekki útskýrt.

Það var svo 2004 að ég fór að læra kvikmyndagerð. Þurfti Makka til að geta notað Final Cut Pro. Keypti notaðan PowerMac. Ég myndi auðvitað nota ThinkPad tölvuna í allt annað, enda ein af betri gerðunum með skjá í hárri upplausn og fleira gott. Örfáum vikum seinna var eg hættur að nota IBM tölvuna og var farinn að nota Makkann í allt. Ekki bara klippingar.

Ég þurfti ferðatölvu og keypti mér tólf tommu PowerBook. Besta tölva sem ég hafði átt. Hún var notuð einhverja klukkutíma á dag í sex ár og aldrei hikstaði hún. Hún var seld siðasta sumar þegar ég keypti MacBook Pro. Ég sakna gömlu tölvunnar og sé eftir að hafa selt hana. Ekki að hún nytist mikið í dag. Hún myndi ekki ráða við forritin sem ég er að nota í dag, en hún var orðin vinur. Sex ár er langur tími og hún klikkaði aldrei.

Það er erfitt að útskýra hvað gerir Makkann svona sérstakan. Betra viðmót? Fallegri hönnun? Það að hlutirnir virka bara? Ég náði mér í Final Cut Pro X um daginn. Var forvitinn. Allir virðast hata þetta forrit. Allt of mikil breyting frá síðustu útgáfu. Allt of einfalt. Vantar í það. Er leikfang, ekki "pro". Ég varð að prófa. Ég horfði á skjáinn og skildi ekkert. Hafði gert stuttmyndir, myndbönd og klippt heilu hljómleikamyndirnar á Final Cut Pro, en ég sat bara og horfði á skjáinn. Beit þó á jaxlinn, skrifaði örstutt handrit, hringdi í leikkonu og við tókum upp stuttmyndina White Roses. Tók mig hálfan dag að læra grunninn í nýja klippiforritinu og klára myndina. Gerði svo tónlistarmyndband um helgina. Ég skyldi nota Final Cut Pro X, ekki eldri útgáfuna. Það virkaði vel og eftir þessi tvö verkefni hef ég engan áhuga á að fara til baka. Það nýja er leiðin fram á við.

Og svona var Steve Jobs. Aldrei hræddur við að taka skref fram á við. Fólk horfðu stundum í forundran, hvað er hann að gera? Þetta verður flopp. Og vissulega klikkaði hann af og til. En fyrirtækið sem hann byggði upp, tölvurnar, stýrikerfið. Steve breytti heiminum með því að fara slóðir sem engum datt í hug að fara, taka áhættur sem hefðu getað sett hann og Apple á hausinn. Hann hafði sýn, trúði á hana og kom henni í framkvæmd.

Steve Jobs verður saknað. Hvernig mun Apple breytast? Hvaða áhrif mun fráfall hana hafa á okkur Apple notendur? Sjáum til.

Læt myndbandið fylgja með.

 

Afsaka innsláttarvillur og annað. Skrifaði þetta hratt og fór ekki yfir, því ég er að verða of seinn í vinnu!!! 


mbl.is Steve Jobs látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ritskoðun og breimandi þingwannabees

Mér var eytt af vinalista rétt í þessu. Veit ekki alveg hvað ég gerði af mér. Var kannski ekki alveg sammála fésbókarvininum, en ég veit það fyrir víst að ég sagði ekkert sem réttlætir Fésbókarútlegð. Kannski fór það í taugar Guðmundar Franklín að ég setti út á að hann hefði eytt tveimur statusum á tveimur dögum, eftir að ég svaraði honum. Það er kannski auðveldara að eyða þeim sem eru ósammála en að svara fyrir sig.

Það er ljótt að bölva og á kannski ekki að eiga sér stað í þingsal, en mér finnst ritskoðun öllu verri. Fólk sem vill bjóða sig fram og telur sig hafa erindi inn á Alþingi má aldrei verða uppvíst af ritskoðun. Við viljum ekki þjóðfélag sem byggir á ritskoðun og lygum. Við viljum réttlátt og opið þjóðfélag þar sem hægri og vinstri skipta engu máli. Lifa allavega í sátt. Þar sem skoðanir okkar eru virtar.

Ég þekki manninn ekki persónulega og ég er yfirleitt ósammála honum, en ég hafði gaman af því að lesa það sem hann skrifaði. Ég get það ekki lengur því hann hefur eytt mér út af sínum vinalista. Hann þarf þá ekki að hafa áhyggjur af pirrandi andsvörum frá mér. Hann er sennilega að hreinsa til, tálga vinalistann. Sjá til þess að aðeins fylgjendur og já-fólk geti svarað honum.

Ísland á betra skilið. 


mbl.is Þingmenn fari á námskeið í mannasiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ha?

Ja hérna...

GLEÐILEG JÓL

Sjáumst á bókinni. 


mbl.is Facebook-skilnuðum fjölgar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvíl í friði, Nýja Ísland.

Atburðarrásin fyrir ári síðan var eins og í bíómynd. Leynifundir að næturlagi, heilt þjóðfélag ryðar til falls en enginn James Bond eða Jack Ryan til að bjarga því. Það sem tók við voru svo hrikalegar hamfarir að enginn gat ímyndað sér að svoleiðis gæti gerst. Stjórnmálamenn horfðu í kringum sig, klóruðu sér í hausnum og reyndu að sparsla í þetta.

Þjóðin sameinaðist í sundrunginni, allir reyndu að gera sitt. Nú myndum við standa saman og búa til þjóðfélag sem við virkilega vildum lifa í. Gamla Ísland var hrunið. Kominn tími til að byggja Nýja Ísland. Það sem gerðist var þó að það var settur plástur á báttið og allt átti að verða eins og fyrir hrun. Við búum enn á Gamla Íslandi, en hripleku. Við bíðum eftir að kafbáturinn sem sökkti okkur komi og bjargi okkur. Velkomin í ESB.

Ég var og er erlendis, svo ég gat ekki veifað fána og barið á pott. Ég setti upp síðuna Nýja Ísland. Hugmyndin var að safna upplýsingum um hrunið og ástæður þess, búa til samfélag þar sem fólk gæti talað um landið sem það vildi byggja upp og safna nógu mörgum meðlimum til að geta haft áhrif. Ástæða þess að síðan varð til varð henni að falli. Ég var ekki á Íslandi og gat ekki kynnt hana almennilega. Hún lifði í einhvern tíma, en var farin að safna kóngulóarvefjum upp úr áramótum. Lítið sem ekkert hefur gerst á spjallinu síðan þá.

Ísland fékk nýja stjórn sem er jafnvel verri en sú fyrri. Við fengum nýjan stjórnmálaflokk sem sprakk svo í loft upp nokkrum vikum eftir kosningar. Bankamennirnir og útrásarvíkingarnir eru enn að fjárfesta meðan þeir eru ekki sötrandi kokkteila á snekkjunum. Þjóðin er sokkin í skuldafen og hefur hvorki áhuga né þrek til að synda. Hún bíður eftir að einhver hendi í hana kút, einhverjum stóra sannleik sem mun leysa öll okkar vandamál. Jóhanna virðist trúa því að hún hafi fundið kútinn, en skilur ekki að hún er að strjúka tundurduflinu.

Síðan Nýja Ísland verður ársgömul um miðjan október. Þá þarf að endurnýja lénið og það kostar pening sem er ekki til. Hrunið er spennusaga sem endaði illa. Nýja Ísland mun engu um það breyta. Við komumst út úr þessu einhvern daginn, með eða án einhverrar heimasíðu.

Nýja Ísland, hvíl í friði. 


mbl.is Rauðri málningu slett á hús Hreiðars Más
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sparkað í dauðan hest

Þetta er skemmtilegt mál. Byrjaði sem sanngirnisdæmi ESB, þar sem Microsoft vildi ólmt drepa Netscape. Það virkaði fínt. Netscape var horfið of Internet Explorer átti netið. Svo kom Mozilla og ekkert gerðist. Svo komu sjúkdómar og göt í IE. Svo kom Firefox og fólk fór að hugsa dæmið og ná í vafrann.

Forsendur þessa gamla máls eru löngu horfnar. Netscape er dautt og vafralausar tölvur eru eins og bensínlausir bílar. Vafrar eru nauðsynlegir. Sé IE ekki látinn fylgja með Windows, verður hægt (og nauðsynlegt) að ná í hann gegn um Windows Update. IE verður því alltaf fyrsti vafri Windows notandans. Ekkert breytist, nema það að notandinn þarf að taka auka skref til að tölvan verði gagnleg. Notendur sem hafa lítið vit á tölvum geta lent í vandræðum þar sem þeir skilja ekki hvernig maður kemst á netið.

Ég nota Apple. Safari fylgir með stýrikerfinu. Það þykir ekkert stórmál. Hver er munurinn á Apple og MS? Fyrir utan gæðin...

Safari

 


mbl.is Windows 7 selt án IE í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stuttmyndir.com

Skemmtilegt að sjá þennan vef verða að veruleika. Ég var auðvitað með svipaða hugmynd fyrir einhverju síðan, nema að sá vefur myndi halda utan um íslenskar stuttmyndir. Kvikmyndir, sjónvarpsþættir og tónlistarmyndbönd koma sér til skila til áhorfenda, en stuttmyndir yfirleitt ekki.

Hugmyndin var að setja inn lista yfir allar íslenskar stuttmyndir frá upphafi. Eigendur þeirra gætu svo sett myndina á síðuna og annað hvort leyft fólki að horfa, sækja eða kaupa hana. Myndir væri hægt að kaupa á DVD eða sem niðurhal. Þannig væri til einn staður þar sem hægt væri að sjá framtíðarleikstjóra og -leikara Íslands og sjá hvað grasrótin er að gera.

Ég skráði lénið Stuttmyndir.com á sínum tíma, svo hafi einhver vit á vefjun og áhuga á að hljálpa mér er það velkomið.


mbl.is Samið um fjármögnun tónlistarvefjar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband