Uppnám

Ég vil byrja á að óska forsætisráðherra skjóts og fulls bata. Þó verð ég að lýsa furðu minni á að hann noti veikindi sín sem ástæðu fyrir kosningum. Það var orðið ljóst að ríkisstjórnin naut ekki stuðnings fólksins. Geir hefði átt að boða til kosninga fyrir löngu, taka til í Seðlabankanum og hjá FME og gera allt sem mögulegt var til að fá útrásarvíkingana til að skýra sín mál og hjálpa í uppbyggingingarstarfinu. Hefði hann gert þetta, væri fólki sennilega ljúft að leyfa honum að sitja fram að kosningum. Hann hefði kannski fengið slatta af atkvæðum. Meira að segja ég var að hæla honum strax eftir hrun. Hann hefði ekki fengið nóg til að hanga í stjórn, en nóg til að skilja við með reisn. Það er auðvitað orðið allt of seint og nú notar hann veikindi sín sem ástæðu fyrir kosningum. Ég er ekki alveg að fatta það.

Þorgerður Katrín verður forsætisráðherra. Það er hálf fyndið þegar maður spáir í tengsl hennar við einn bankanna. Það má þó eflaust ganga að því sem vísu að hún mun aldrei eiga afturkvæmt í embættið. Sjálfstæðisflokkurinn mun tapa á mælikvarða Framsóknar og öllu forystuliðinu verður skipt út. Svo verður hún rannsökuð, ásamt eiginmanninum. En þetta er nóg til að komast í kladdann og kannski er það málið. Að komast á lista yfir Forsætisráðherra Lýðveldisins.

Margir fara fram á að nú verði mótmælum hætt. Ég efast um að það muni gerast, því enn situr Davíð sem fastast og enn sefur sama fólkið á skrifstofum FME. Ég og fleiri töluðum um utanþingsstjórn fyrir löngu, en það er ekki tekið í mál. Af hverju ekki að fá fólk sem hefur vit á hlutunum, og var ekki viðriðið spillinguna sem kom hruninu af stað, til að stjórna landinu þar til eftir kosningar? Af hverju er aldrei það gert sem best er fyrir þjóðina?

Hvað um það. Geir, láttu þér batna. Þorgerður, njóttu meðan þú getur. Skríll, klæddu þig vel. 


mbl.is Þorgerður leysir Geir af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo sammála þér !

Arnheiður Tryggvadóttir (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 16:59

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

sammála

Hólmdís Hjartardóttir, 23.1.2009 kl. 17:15

3 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Sammála!

Margrét St Hafsteinsdóttir, 23.1.2009 kl. 17:46

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Mikið kann ég að meta þína heilbrigðu sýn á hlutina! Allt hárrétt!! Langar að gera orð þín í fyrstu efnisgreininni að mínum en skal lofa að vísa í höfund þeirra

Rakel Sigurgeirsdóttir, 23.1.2009 kl. 20:00

5 Smámynd: halkatla

fullkominn pistill!

halkatla, 23.1.2009 kl. 21:18

6 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Algjörlega sammála

Guðmundur Óli Scheving, 23.1.2009 kl. 21:28

7 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sammála, góður pistill.

Magnús Sigurðsson, 23.1.2009 kl. 23:34

8 identicon

Sammála

Aðalbjörg Tryggvadóttir (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 00:10

9 Smámynd: Árni Viðar Björgvinsson

Ég myndi kjósa þig Villi. Komdu heim, hættu þessu rugli þarna úti, og stýrðu landinu til betri vegar :D

Árni Viðar Björgvinsson, 24.1.2009 kl. 15:15

10 Smámynd: Villi Asgeirsson

Takk fyrir öll.

Árni, ég efast um að nokkur flokkur vilji mig og ekki fer fólk að kjósa einhvern gauk útí bæ sem það veit ekkert um.

Villi Asgeirsson, 24.1.2009 kl. 16:01

11 Smámynd: Árni Viðar Björgvinsson

Nei þú stofnar bara nýjan flokk. Framfaraflokk þenkjandi fólks sem er óflokksbundið og hefur hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi.

Flokkakerfi verður aldrei afnumið. Eina leiðin er að gera þverpólitískan flokk og sýna að hann virkilega virkar.

Árni Viðar Björgvinsson, 24.1.2009 kl. 16:30

12 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ókei. Hver vill vera memm?

Villi Asgeirsson, 24.1.2009 kl. 18:36

13 Smámynd: Árni Viðar Björgvinsson

Ég skal vera memm. Ég get verið talsmaður hins fátæka iðnaðarmanns og nemanda sem var neyddur til að flytja til höfuðborgarinnar og fá skíta námslán til að lifa í einni hlutfallslega dýrustu borg heimsins :D

Það vantar reyndar svona "likeness" factorinn.. ég á það til að segja meiningu mína, og því láta fólki verða illa við mig :)

Árni Viðar Björgvinsson, 25.1.2009 kl. 02:05

14 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Villi! ég er viss um að ef þú tækir þá ákvörðun að stofna flokk þá fengir þú marga með þér. Fólk sem er eins og þú; réttlætissinna sem vilja reisa við lýðræðið og landið þannig að við mættum verða stolt af því aftur að vera Íslendingar!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 25.1.2009 kl. 02:49

15 Smámynd: Villi Asgeirsson

Takk fyrir stuðninginn, Árni og Rakel. Ég held bara að þjóðin þurfi ekkert enn einn flokkinn, hversu fallegar sem hugmyndirnar að baki honum eru. Vald spillir og fólk sem situr of lengi á þingi fer að sjá hlutina í brengluðu ljósi, hvaðan sem það kemur. Það sem við þurfum er margra ára bylting. Við verðum að halda áfram að sýna aðhald löngu eftir kosningar, búa til þjóðfélag þar sem fólk útí bæ hefur tillögurétt, þar sem stjórnmálamenn geta ekki setið og tekið starfinu sem vísum hlut. Við, launaþrælarnir verðum að geta haft alvöru áhrif á gang mála.

Það þarf að breyta stjórnarskránni, gera Ísland að alvöru lýðveldi.

Villi Asgeirsson, 25.1.2009 kl. 05:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband