Framfarir

Það sér hver maður að þessar línur munu bæta líf suðurnesjamanna, auka hagvöxt landsins og svo eru þær eins og peningalyktin. Ekki kannski fallegar þannig séð, en maður veit að þær eru að vinna fyrir mann. Þarna streymir skínandi gull.

Verst að gullið endar oft í erlendum vösum. Það mun aukast.

Annars eru framfarir eins, skuggi annars.

Höfðatorg

 

Birt án leyfis en vona að höfundi sé sama. Sjá hér: http://www.skyscrapercity.com/showthread.php?t=554486 



mbl.is Verulega neikvæð áhrif vegna lagningar Suðvesturlína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta hús er hörmung.

Skorrdal (IP-tala skráð) 18.9.2009 kl. 06:22

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Þetta væri kannski allt í lagi á réttum stað, en þetta er kolvitlaus staðsetning. Og tímasetningin var óheppileg.

Skittirikki. Það verður búið að selja orkuna og fiskinn og þjóðina áður en langt um líður.

Villi Asgeirsson, 18.9.2009 kl. 12:49

3 identicon

Fyrir jól, ef sama geðveikin heldur áfram.

Mér er alveg sama, Villi, hvar þetta hús væri staðsett í Reykjavík; það er SAMT ljótt! Hvar sæir þú svona hús í Amsterdam, sem dæmi? Eða Kaupmannahöfn?

Skorrdal (IP-tala skráð) 18.9.2009 kl. 13:04

4 Smámynd: Villi Asgeirsson

Það er hverfi í Amsterdam þar sem þetta passaði. Nýtt fjármálahverfi sem fólk hefur gaman að því að hlæja að. Þð er rétt sunnan við hringveginn um borgina. Þar er m.a. hægt að sjá milljónabyggingu ING Bank sem var að fá 22 milljarða lán frá ríkinu eftir að hafa verið með milljarða hagnað upp undir mitt síðsta ár. Þekki Köben ekki nógu vel til að segja til um hana.

Þetta gæti virkað í Reykjavík, en þá innan um aðrar svipaðar byggingar. Í Kringlunni eða Smáranum. Alls ekki innan um gömul og lítil hús. Annars er Ísland allt of sólarlítið og vindasamt fyrir svona byggingar.

Villi Asgeirsson, 18.9.2009 kl. 18:49

5 identicon

"Nýtt fjármálahverfi sem fólk hefur gaman að því að hlæja að. Þð er rétt sunnan við hringveginn um borgina."

Við vitum báðir, hversu langt það er frá Roken, eða Amstel, Villi. Og þegar Amsterdambúar hlægja að einhverju, sem er svo langt í burtu, þá er það þess virði að hlægja að!

Skorrdal (IP-tala skráð) 18.9.2009 kl. 18:55

6 Smámynd: Villi Asgeirsson

Rétt er það. Hverfið er hvergi nálægt gamla miðbænum. Ég var þarna fyrir stuttu til að framlengja vegabréfið. Það gerir einhver lögfræðistofa fyrir ríkið. Þetta hverfi er fullkomlega dautt. Eina fólkið sem maður sér er skrifstofufólk sem er úti að fá sér að reykja. Af og til sér maður jakkaföt hraða sér úr bílastæðahúsi inn í eitthvert háhýsið. Þetta var hannað með torgum og trjám, en þetta er dautt hverfi. Þegar ég var þarna var sól of 25°c hiti, svo ekki var þa norðangarrinn sem sem stóð dæminu fyrir þrifum.

Villi Asgeirsson, 18.9.2009 kl. 19:32

7 identicon

Taktu bara lestina frá flugvellinum (eins og ég geri ráð fyrir að þú hafir gert, miðað við þitt staf) og að Aðalbrautarstöðinni; meðfram sérðu ýmis háhýsi, og gersamlega líflaust í kring... Þessa leið hef ég farið svo oft - og aldrei séð eina einustu manneskju á leiðinni!

Ég á nokkra góða vini inn i Amsterdram - þess vegna fullyrði ég um þessa bilun! Annars hefði ég haldið kjafti...

Skorrdal (IP-tala skráð) 18.9.2009 kl. 19:40

8 Smámynd: Villi Asgeirsson

Fór þetta reyndar á bílnum, en það er rétt, lífleysið sést vel úr lestinni.

Annars las ég einhverntíma að fólk hafi hrópað af hamingju eftir fyrstu umferðarteppuna. Þetta var upp úr 1950, minnir mig. Holland var orðið nútímaríki. Sýnir bara hvað fólk getur verið vitlaust þegar minnimáttarkenndin tekur völdin. Við erum ekkert betri en hollendingar fyrir 50 árum. Vorum það allavega ekki fyrir hrun. Vonandi höfum við eitthvað lært.

Villi Asgeirsson, 18.9.2009 kl. 20:36

9 identicon

Ég efast um það, því miður.

Skorrdal (IP-tala skráð) 19.9.2009 kl. 02:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband