26.4.2009 | 05:45
Já og nei
Kvótakerfið er klúður frá upphafi til enda. Það brennur á fólki og fátt annað en alger uppstokkun dugar til að leiðrétta þetta næst stærsta klúður í sögu lýðveldisins.
ESB brennur ekki á fólki. Hrunið brennur á fólki. Samfó fékk trúboðafylgi. Samfó kom að hruninu, þvoði hendur sér og sýndi okkur veginn til lausnar eins og hvítklæddur trúboði í Afriku. Það tókst furðulega vel. Fólk klofaði yfir gluggapóstinn sem inniheldur fleiri núll en áður, meðal annars vegna mistaka Samfó, til að fara og kjósa Samfó.
Til hamingju Samfylking. Ekki gleyma hvers vegna þið unnuð. Ekki vegna þess að fólk treystir ykkur til að koma okkur í ESB, heldur vegna þess að fólk treystir Sjálfstæðisflokkinum ekki og þorir ekki að kjósa lengra til vinstri. Fylgið ykkar er óánægjufylgi, svo það er eins gott að halda kjósendunum ánægðum. Þið gerið það með því að taka á hruninu og afleiðingum þess, ekki tala endalaust um ESB sem einhverja töfralausn.
Göngum við í ESB við þær aðstæður sem nú eru, verður kvótakerfið þriðja stærsta klúður lýðveldisins.
Ólína: Kvótakerfið og ESB brenna á fólki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Athugasemdir
http://www.youtube.com/watch?v=Ln8ZJIH9WHQ
gunni gunn (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 06:31
Þið ESB sinnar sem hafið enga lausn nema gefa okkar ástkæra land til Brussel eruð ekki í lagi eða kunnið ekki að lesa eða viljið ekki lesa um það sem hentar ekki,okkar sjálfstæði fer úr okkar höndum til Brussel hvort sem okkur líkar eða ekki þetta eru staðreyndir sem þið viljið sennilega ekki lesa um.Ef þið haldið að ESB muni bjarga okkur er það algjör fáviska og bull sorry,hversvegna er allt að hrynja innan ESB landa þó að fjölmiðlar hafi ekki verið duglegir að upplísa landann um það!! afhverju er það????getur verið að samfó hafi ofmikil ítök í fjölmiðlunum sem hentar kannski þessum mönnum sem rændu bankana okkar...........
Marteinn Unnar Heiðarsson, 26.4.2009 kl. 06:37
Það má reyna að bera sig karlmannlega og segja að eitthvað sé bull og fáviska og halda því fram að ESB sé að hrynja. Þetta er ekki rétt. Við skulum hinsvegar vera tilbúin til að rökræða hlutina en ekki skella okkur í skotgrafirnar. Evrópusinnar eru ekki vinstrisinnaðir yfirleitt og þetta hefur ekkert með flokkadrætti að gera. Það verður að draga umræðuna útúr flokkunum og í einhvern annan farveg með og á móti til að leyfa fólki af öllum flokksgerðum að hafa sínar skoðanir í friði fyrir hægr vinstri áróðri sem er alveg fáranlegur í umræðunni um ESB.
Gísli Ingvarsson, 26.4.2009 kl. 10:08
varaformaður FLokksins sneiddi algjörlega hjá kvótamálum við hennar útskýringum á fylgishruni flokksins,bara evropuumræðan og styrkjamálin sem ollu fylgishruni að hennar mati,ekki baráttan fyrir sægreifana...
zappa (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 15:43
Held að hrunið hafi ekkert komið kvótamálum við. Kvótamálin er eitthvað sem bæði samfylkingin og VG koma ekkert til með að gera í. Held að þetta hafi nú verið það sem Jóhanna kallar Barbarbrella. VG er heldur ekkert að gera í kvótamálum. Þetta með handfæraveiðar hefur verið það sem jóhanna kallar barbarbrella.
hafþór skúlason (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 23:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.