Ísland Framtíðarinnar?

Maður er kjaftstopp. Það er fjórar ástæður fyrir því.

1. Það eru varla til hús í Reykjavík sem eru meira en nokkurra ára gömul. Verði gamli miðbærinn "uppfærður", eigum við ekkert eftir.

2. Það er ekki pláss í miðbænum fyrir "glæsibyggingar", bílastæði og umferðaræðar sem þær þarfnast.

3. Þurfum við virkilega meira af "glæsibyggingum", glæsibílum, glæsi þessu og glingur hinu? Hvað er að hja okkur? Ég er ekki að segja að við eigum að fara aftur inn í moldarkofana, en þetta nýríkisbull er farið út í öfgar. 

4. Þetta er verst. Löggan virðist vera að vinna skítverkin fyrir verktakann eða einhvern í kring um hann. Þessar aðfarir eru algerlega út úr kortinu. Ættu kannski við í lögregluríki þar sem fólk er skotið á færi fyrir að hlýða ekki. Þetta er ekki Íslandið eins og ég þekkti það. Ekki Íslandið sem ég vil koma heim til. Hvert erum við að fara? Verðum við fangar einhverra afla sem við höldum að séu búin að vera? Þetta er þá allavega stofufangelsi, því sætin okkar eru mjúk.

Vona að ég sé að meika sens. Er að verða of seinn í vinnu, svo ég hef ekki tíma til að lesa þetta yfir of lagfæra. Vil bara biðja fólk um að fylgjast með. Ekki leyfa Íslandi að verða að einhverju lögregluríki. Við vitum hver við erum, inni við beinin. Við erum betri en þeir. Eða hvað? 


mbl.is Fékk hland fyrir hjartað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Löggan er bara í sinni vinnu og verður að framfylgja skipunum eins og við hin. Það þýðir ekkert að rífast við þá eins og margir gerðu þegar húsið var rýmt. Mér hefði fundist það sterkur leikur hjá borginni að leigja húsið ódýrt af eiganda, setja rafmagn og hita í gang og leyfa þessum krökkum að vera þar. Skilyrðin yrðu t.d. að fá að nota húsið yfir sumartímann, ganga vel um og svo frv. Ástandið í miðborginni er hræðilegt og tóm hús og verslanapláss út um allt. Öllum sem þykir vænt um miðbæinn sárnar þetta áhuga og hugmyndaleysi borgaryfirvalda sem gera ekki neitt til að laga þetta. Það mætti t.d. setjast niður með þessum hópi og athuga hvaða hugmyndir þau hefðu í staðinn fyrir að siga löggunni á þau.

Líf í miðbæinn takk svo maður treysti sér að ganga niður Laugarveginn aftur ógrátandi.......

Ína (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 11:38

2 Smámynd: Davíð Löve.

Hefði verið gaman að sjá þá ryðjast svona inn í Valhöll til sækja bókhaldið. En, nei, Ríkislöggustjórinn er íhald eins og pabbinn.

Davíð Löve., 17.4.2009 kl. 14:39

3 Smámynd: Tryggvienator

Það á bara að friða miðbæinn, hætta allri nýbyggingu þar og mynda bara nýjan kjarna annarstaðar.

Tryggvienator, 17.4.2009 kl. 15:49

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þú „meikar alveg sens“ Mér finnst punkturinn hans Davíðs Löves ekki síður meika stóran sens!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 18.4.2009 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband