Land með framtíð

Skemmtilegt að sjá þetta. Ísland getur orðið paradís ef við höldum vel á hlutunum og heimurinn fer ekki til hins rauða vegna græðisvæðingar. Á Íslandi er mikið hugvit og þjóð sem lifði af þúsund heimskautavetur og erlenda kónga með puttana í okkar málum.

Eftir hrunið er ekkert annað að gera en að byrja upp á nýtt. Nýja Ísland. Ísland 2.0. Hvað sem fólk vill kalla það. Við getum búið til fyrirmyndarsamfélag ef við stöndum saman.

Ég hef eytt vikunni í að endurhugsa og endurhanna síðuna Nýja Ísland. Endilega kíkið og sjáið hvort þið getið hjálpað. 


mbl.is Íslensk framtíðarborg í Washington
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf de Bont

Doe de groetjes aan de live platte Nederland, en ik hoop dat jij een goede geweldige tijd daar doorbrengt.  Varð aðeins að rifja upp hollenskuna það eru tveir áratugir og tvö ár síðan ég flutti á skerið aftur.  Sástu mig einhversstaðar með blóm í hári snemma á áttunda áratugnum? - Natuurlijk niet.

Ólöf de Bont, 15.2.2009 kl. 13:12

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Tuurlijk heb ik je niet gezien. Toen zat ik nog op de klaakje.

Hvernig var? Af hverju fórstu aftur heim? Hvernig var að koma heim aftur? Þetta eru spurningar sem naga mann af og til. Hvernig væri að flytja heim? Myndi ég falla í kramið? Félli þjóðin í kramið hjá mér?

Villi Asgeirsson, 15.2.2009 kl. 15:16

3 Smámynd: Ólöf de Bont

Ég var kona, útlendingur sem þurfti á árinu 1986 samþykki atvinnulauss eiginmanns til að taka bankalán.  Möguleikar mínir sem konu með enga sérmenntun voru litlir.  Landið togaði, tungumálið togaði.  Ég var að kafna innan um þennan aragrúa af fólki, gat hvergi hlaupið í felur.  Þjóðin, opin, frjálsleg á yfirborðinu en ekki mikið fyrir að blanda sér í líf annarra.  Samt, þessi 7 ár þarna úti voru ágæt ár, ég lærði mikið og eitt af því góða sem kemur sér vel núna, ég læri að spara og eyða ekki um efni fram.

Það var gott að koma heim og tækifærin voru fleiri fyrir mig.  Ég sé ekki eftir því að hafa komið heim því ég hef haft það betra en meðan ég var í Hollandi. 

De tijden zijn anders nu neem ik aan in Holland, meerdere mogenlijkheiden?

Ólöf de Bont, 15.2.2009 kl. 15:48

4 Smámynd: Villi Asgeirsson

Sumt er breytt, annað ekki. Ég þarf ekki atvinnuleyfi, til þess sér ESB samningurinn og Schengen. Hollendingarnir hafa þó ekkert breyst. Frjálsir á yfirborðinu, en lokaðir og stundum fordómafullir inni við beinið. Þeim líður best ef allir passa í einhver box.

Ég hef oft hugsað um að koma heim aftur, en ég er með konu og barn, svo það er sjálfsagt úr myndinni í bráð.

Villi Asgeirsson, 15.2.2009 kl. 18:46

5 Smámynd: Ólöf de Bont

Skil vel að þú komir ekki heim að svo stöddu með konu og barn.  Ef þú talar góða hollensku og konan þín lélega íslensku, vertu þá í Hollandi.  Það er ömurlegt að vera í landi þar sem maður talar ekki málið.  En kannski er konan þín íslensk :-)

Ólöf de Bont, 15.2.2009 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband