IKEA ekki lengur undir stjórn Ingvars?

Einhvern tíma var því haldið fram að IKEA væri öðru vísi stórfyrirtæki. Stofnandinn og aðaleigandi, Ingvar (manekkimeir), átti víst að vera keyrandi um á Volvoinum 740 sem hann keypti árið 1984. Hann átti víst að gera vel við starfsfólk og fannst það hálf vandræðalegt hversu miklum hagnaði IKEA skilaði. Þetta var fyrirtæki sem maður gat trúað á.

Svo kemur þetta. Fyrst er logið um að dúnninn komi bara frá Kína. Það ætti að vera vitað mál hvaðan hráefnin eru að koma. Svo segjast þeir ekkert hafa vitað af því að gæsir væru pyntaðar svo að við gætum sofið betur. Það er varla mikið mál að fylgjast með framleiðsluferlinu ef maður er með 100.000 manns (eða meira) í vinnu. Senda einhvern gaukinn af og til í spotcheck. Eða kostar það of mikið? Varla, ef hagnaðurinn er vandræðalega mikill.

Ég á IKEA dúnsæng og skammast mín.


mbl.is Ikea notar dún af lifandi fuglum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir

Ég varpaði "öndinni" léttar af því að IKEA sængin mín er úr pólíester. Verst bara að sennilega er hún framleidd af ánauðugu verksmiðjufólki, jafnvel á barnsaldri.

Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 8.2.2009 kl. 20:35

2 identicon

Dúnninn kemur frá Kína, það var staðfest frá upphafi. Hinsvegar töldu þeir að það væru notaðar mannúðlegri aðferðir og virðist annað hafa komið í ljós tengt því að upp komst um þessa hegðun ákveðinna fyrirtækja. 

Það eru reyndar mörg fyrirtæki þar sem svona lagað er ekki liðið. Hins vegar er alltaf hætta á að einhver hráefni sem þú kaupir séu unnin með aðferðum sem þú samþykkir ekki þrátt fyrir þinn besta vilja. Þannig hætta eykst eftir sem fyrirtækið stækkar, birgjarnir verða gríðarlega margir. IKEA mun ekki líða þetta, mörg önnur fyrirtæki ekki heldur og neytendur vilja þetta ekki. Þá breytast markaðsaðstæður þeirra sem stunda svona vinnubrögð og þetta borgar sig síður.

Þetta voru líka ekki allir birgjar IKEA, bara nokkrir. 

Ekki skammast þín fyrir sængina, ekki henda henni (það bjargar engu eftirá). Mundu bara ábyrgð þína sem neytanda og kauptu frá fyrirtækjum sem bregðast rétt við þegar eitthvað svona kemur upp. 

Ari Kolbeinsson (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband