Þolinmæðin dó í nótt

Í gær hélt ég ennþá að stjórnvöld væru ekki með á nótunum. Þau væru kannski ekki að fatta hvað þjóðinni finnst. Nóttin sýndi að þau vita nákvæmlega hvað er í gangi, þeim er bara skítsama. Að beita táragasi, lemja fólk og ráðast á fjölmiðlafólk er einu skrefi of langt. Kannski tveimur, en allavega of langt.

Það er kominn tími til að koma þessu liði frá. Spilling og "get ekki tjáð mig" ruglið er eitt, en að láta eins og einhverjis fasistar er allt annað mál. Komum þessu liði frá völdum, allra okkar vegna. Sérstaklega lögreglunnar vegna. Ég get ekki ímyndað mér að margir lögreglujónar njoti þessa ástands, þótt þar séu rotin epli eins og annars staðar. Fari stjórnin frá hætta þessi mótmæli og uppbyggingin getur hafist.

Geir og Björn gengu frá stjórninni í nótt. Þeir mega aldrei gegna opinberum stöðum eftir þetta, nema þeir geri grein fyrir sínum málum. 


mbl.is Táragasi beitt á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Um að gera að hemja þetta lið... búið að vera að stugga við lögreglu allan daginn, skemmandi eignir almennings og þar fram eftir götunum.  Það er engin réttlæting að láta það viðgangast.  Þetta átti að gera strax í upphafi!

Freyr (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 07:41

2 identicon

Það var löngu tímabært að beita táragasi á mótmælendur - mér finnst bara hræðilegt til þess að hugsa að tveir lögreglumenn skuli hafa slasast alvarlega við skyldustörf.

Sá hluti mótmælenda sem var með skrílslæti er búin að koma óorði á alla sem að þessu hafa staðið. Að skemma eigur er eitt en að stórslasa einstaklinga er annað - og geðveiki að nota gangstéttarhellur - ég er virkilega reið núna.

Unnur (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 07:58

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Og ef við lítum lengra aftur, hverjum er þetta að kenna? Ríkisstjórn sem neitar að axla ábyrgð og tala við þjóðina. Stjórn sem hlustaði ekki á friðsamleg mótmæli. Þetta byrjaði með græðgi og sofandahætti stjórnvalda og bankamanna en er farið út í rugl því stjórnin virðist vera óhæf.

Geir, segðu af þér eða talaðu við okkur. Svona vinnubrögð gera ekkert annað en flýta því að þú hrökklist frá völdum.

Villi Asgeirsson, 22.1.2009 kl. 08:06

4 identicon

Hmmm ert þú kannski einn af þeim sem mótmæltir hástöfum um valdníðslu og einelti þegar ríkislögreglustjóri var að reyna að koma einum útrásarvíkinganna fyrir dóm og lög? Ertu þá ekki soldið að bíta höfuðið af skömminni núna?

Og hvernig er það finnst þér bara að lögreglan eigi að láta það líðast að grjóti og öðru lauslegu sé látið rigna yfir þá í marga daga? Ég veit ekki betur en að þeir hafi verið grýttir núna í á þriðja dag? Hverslags barnaskapur er það að halda að það endi ekki með ósköpum?

Kjartan Þór (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 10:11

5 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Og hverslags barnaskapur er það að halda að það sé ríkisstjórn að kenna að fólki grýti lögregluna með grjóti, flugeldum og öðru lauslegu. Það eru einstaklingarnir sem þann verknað fremja sem ákveða þessa hluti !

Smári Jökull Jónsson, 22.1.2009 kl. 10:14

6 Smámynd: Villi Asgeirsson

Kjartan, ég man ekki eftir að hafa mótmælt einelti vegna aðgerða ríkislögreglustjóra gegn einhverjum útrásarvíkingnum. Finnirðu eitthvað slíkt á síðunni, láttu mig endilega vita. Efast þó um að það finnist, því mér blöskraði græðgin löngu fyrir hrun.

Smári, það er ríkisstjórnin sem klúðraði hruninu. Ef þú grefur í eldri færslum á þessari síðu, skrifuðum rétt eftir hrun, muntu finna skrif þar sem ég fer hlýjum orðum um Geir. Ég hef aldrei verið sjálfstæðismaður, en mér sýndist hann ætla að standa sig. Eftir tæpra fjögurra mánaða aðgerðar- eða málleysi er þolinmæðin á þrotum hjá mér og stórum hluta þjóðarinnar. Geir og félagar hafa sannað að þeir hafa ekki það sem til þarf að koma okkur út úr þessum vanda. Allavega eru þeir ekkert að flíka því, ef svo er.

Ég er alls ekki að mæla með því að löggan sé grýtt, en það sem gerðist í nótt var ekki bara mótmælendum að kenna. Ef löggan er lemjandi frá sér og úðandi á mótmælendur og aðra, stigmagnast þetta. Þegar Geir gefur þjóðinni fingurinn í miðjum mótmælum, getur þetta ekki farið nema á einn veg. Ég skil að lögreglumenn eru að vinna vinnuna sína og setja lífsviðurværið í hættu með því að óhlýðnast, en kannski er það það sem þarf. Að lögreglumenn, sem eru líka að fara á hausinn, sýni samstöðu með mótmælendum.

Villi Asgeirsson, 22.1.2009 kl. 10:42

7 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Segja af sér og boða til kosninga og málið er dautt.

Rut Sumarliðadóttir, 22.1.2009 kl. 18:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband