...í hausi Geirs?

Mikið ofboðslega hefði ég gaman af því að vita hvað er að gerast í hausnum á Geir. Hann ákvað að sitja sem fastast. Ókei, því fylgdi viss áhætta en hefði hann staðið sig vel hefði það gengið upp og hann orðið þjóðhetja.

Hann gerði ekkert eða sagði okkur allavega ekki frá því. Útrásarvíkingarnir sem eyddu peningunum okkar og annarra ganga enn lausir. Það gengur ekkert í að draga spillingarliðið til saka. Elskan og Brúnn settu á okkur hryjuverkalög, Geir sagðist ekki myndu láta kúga sig en gerði ekkert. Hann gefur, þvert á móti, í skyn að við séum sek. Geir hefur ekkert gert. Ekkert.

Nú er allt að verða vitlaust og hann kemur með sömu tugguna.  Hann ætlar ekki að tjá sig um málið. Hann tjáir sig aldrei, svo við hverju var að búast.

Hvað ætli sé að gerast í hausnum á honum? Hvað er svo sterkt að hann fremji pólitískt sjálfsmorð fyrir það? Fyrir hvern er hann að vinna? 


mbl.is „Fólk var að bíða eftir þessum degi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Kannski lítur hausinn honum einfaldlega út eins og eyðimörk í logni

Rakel Sigurgeirsdóttir, 21.1.2009 kl. 01:31

2 identicon

RÖE, mér leikur forvitni á að vita eitt. Ég hef tekið eftir því hjá mörgum í umræðunni að þeir virðast alltaf spyrða Vinstri Græna við þessi mótmæli og benda alltaf á þá sem einhvern valkost, eða mótvægi við ríkisstjórninni.

Málið er bara það að mótmælendur eru ekkert að spá í Vinstri Græna, þeir vilja einfaldlega réttlæti og kosningar eru liður í því að ná fram því réttlæti. Þegar kosningar hafa verið haldnar þá getur ný ríkisttjórn tekið á málunum með stuðning þjóðarinnar á bak við sig.

Eru þetta ekki bara leifar af gamla kaldastríðshugsunarhættinum sem sumir geta engan veginn losað sig úr? Hvað varð um almenna skynsemi og sjálfstæða hugsun?

Og svo annað sem gaman væri að vita. Þú segir að Vinstri Grænir yðru verri en þeir sem nú sitja. Hvernig þá? Getur þú útskýrt það fyrir okkur með einhverjum rökum, eða er þetta bara þægileg klisja að segja þetta?

Ertu kannski bara að búa til strámann til að gera lítið úr þessum mótmælum? 

Steini (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 09:27

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

RÖE, ég skil svo sem hvað þú ert að fara með krítík á VG. Ég er sjálfur ekkert spenntur fyrir þeim í stjórn. Mundu að það voru ekki bara vinstri stjórnir sem féllu fyrir verðbólgudraugnum. Þetta var landlægt ástand í mörg ár. En segðu mér, heldurðu, af tvennu illu, að VG hefði getað staðið sig verr í aðdraganda hrunsins og eftir það?

Villi Asgeirsson, 21.1.2009 kl. 13:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband